Áfengis- og vímuvarnanefnd

3485. fundur 13. nóvember 2002

29. fundur
13.11.2002 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir fundarritari
1 Kjuðinn ehf. - áfengisveitingaleyfi
2002100014
Erindi dags. 1. október 2002 frá Trausta Snæ Friðrikssyni, kt. 010176-4849, þar sem hann sækir um leyfi til vínveitinga fyrir Kjuðann ehf., kt. 421002-3040, að Strandgötu 49, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins en vísar á 18. grein áfengislaga nr. 75 frá 1998. Nefndin mælist til að fylgst verði vel með að þessum lögum verði framfylgt af hlutaðeigandi aðilum.
Heiða Hauksdóttir og Þorgerður Þorgilsdóttir óska bókað að þær leggjast gegn veitingu leyfisins á þeirri forsendu að börn og áfengi fari ekki saman þar sem börnum 14 ára og eldri sé heimilt að vera á staðnum samkvæmt 30. grein Lögreglusamþykktar fyrir Akureyri.2 Ali Sportbar - áfengisveitingaleyfi
2002110043
Með bréfi dags. 12. nóvember 2002 sækir Sveinn Rafnsson, kt. 150761-3449, um leyfi til áfengisveitinga fyrir Ali Sportbar, Ráðhústorgi 7, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins en vísar á 18. grein áfengislaga nr. 75 frá árinu 1998.


3 Sköpum reyklausa kynslóð - tóbaksvarnarnámsefni grunnskóla
2002100089
Erindi dags. 8. október 2002 frá Krabbameinsfélaginu og Tóbaksvarnarnefnd, samantekt könnunar á notkun tóbaksvarnanámsefnis í grunnskólum landsins.
Nefndin felur starfsmanni að kanna hvort upplýsingar liggi fyrir um niðurstöður könnunarinnar fyrir grunnskóla á Akureyri.


4 Útivistarreglur barna og unglinga
Kynning á breyttum útivistarreglum.
Frestað til næsta fundar.


5 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2002080012
Lögð fram greinargerð um stöðu verkefna í Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar sem eru á ábyrgð áfengis- og vímuvarnanefndar og forvarnafulltrúa.


6 Samstarf við SAMAN hópinn
2002110024
Forvarnafulltrúi sækir um aðild að SAMAN hópnum.
Nefndin fagnar samstarfi við SAMAN hópinn sem er samstarfsvettvangur ýmissa stofnana og samtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna. Markmið hópsins er að auka samráð fólks sem vinnur að forvarnastarfi. Í hópnum eru fulltrúar frá Áfengis- og vímuvarnaráði, lögreglunni í Reykjavík, embætti ríkislögreglustjóra, félagsþjónustunni í Reykjavík, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, félagsþjónustunni Kópavogi, Heimili og skóla, SAMFOKI, fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Götusmiðjunni, Rauðakrosshúsinu, Vímulausri æsku, fulltrúar frá heilsugæslunni í Reykjavík og Kirkjunni.

Fundi slitið.