Áfengis- og vímuvarnanefnd

3340. fundur 11. september 2002

27. fundur
11.09.2002 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir, fundarritari
1 Venus - áfengisveitingaleyfi
2002080060
Með bréfi dags. 16. ágúst 2002 sækir Árni Halldórsson, kt. 020848-2869 um leyfi til áfengisveitinga á næturklúbbnum Venusi, Ráðhústorgi 7, Akureyri.
Afgreiðslu frestað.


2 Athugasemdir við rekstur veitingastaðanna Við Pollinn og Odd-vitans
2002080062
Ódagsett erindi frá Eiríki Kristvinssyni og Önnu Dóru Gunnarsdóttur, Strandgötu 45, Akureyri þar sem þau gera athugasemdir við ýmis atriði er varða rekstur veitingastaðanna Við Pollinn og Odd-vitans.
Nefndin felur starfsmanni að kanna hvort áfengisveitingaleyfi hafi verið gefin utan dyra á Akureyri.


3 Í gegnum eldinn
Kynning á forvarnaleikriti á vegum Stopp-leikhópsins.
Lagt fram til kynningar.


4 Foreldrarölt
Skýrsla foreldraröltsins frá 2001-2002.
Lagt fram til kynningar.
Mæting foreldra var mjög góð síðastliðinn vetur og hvetur nefndin foreldra/forráðamenn til að gera jafn vel á komandi vetri.5 Fjárhagsáætlun 2003
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003
Lagt fram til kynningar.


6 Vímuefnaforvarnaverkefnið "veldu rétt"
Erindi frá Hirti Jónssyni umboðsmanni Bubba Morthens vegna vímuefnaforvarna í framhaldsskólum "veldu rétt" þar sem hann spyr hvort nefndin geti skipulagt fyrirlestra Bubba í framhaldsskólunum á Akureyri.
Nefndin vísar erindinu áfram til forvarnafulltrúa framhaldsskólanna.

Fundi slitið.