Áfengis- og vímuvarnanefnd

3280. fundur 14. ágúst 2002

26. fundur
14.08.2002 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir
1 Styrkbeiðni vegna tóbakfræðslu í vinnuskóla og unglingavinnu Akureyrarbæjar
2002080021
Erindi dags. 7. ágúst 2002 frá Krabbameinsfélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 65.295 vegna tóbaksfræðslu til barna og unglinga í vinnuskóla og unglingavinnu Akureyrarbæjar sumarið 2002.
Nefndin samþykkir styrkbeiðnina.


2 Saman-hópurinn - stuðningur við forvarnastarf
2002070027
Erindi dags. 2. júlí 2002 frá Saman-hópnum, starfsvettvangi ýmissa stofnana og samtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna, þar sem þau óska eftir fjárstuðningi til eflingar forvarnastarfs.
Nefndin samþykkir að veita Saman-hópnum styrk að upphæð kr. 10.000.


3 Ég er húsið mitt - forvarnaverkefni fyrir börn og foreldra
2002050070
Erindi dags 21. maí 2002 frá Birni Þórissyni forvarnafulltrúa þar sem hann óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna verkefnisins "Ég er húsið mitt".
Nefndin getur ekki orðið við erindinu.


4 Jafningjafræðslan "Sjálfsmynd, ungur fræðir ungan"
2002080031
Forvarnafulltúi kynnti starf Jafningjafræðslunnar "Sjálfsmynd, ungur fræðir ungan" Jafningjafræðslan kom til Akureyrar 1. og 2. ágúst sl. og var með fræðslu fyrir 14 og 15 ára unglinga í vinnuskólanum um hvernig krakkar geti styrkt sjálfsmynd sína. Ungmennunum þótti vel til takast.
Lagt fram til kynningar.


5 Foreldraröltið
Umræður um nýafstaðna verslunarmannahelgi sem þótti takast í alla staði vel.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.