Áfengis- og vímuvarnanefnd

3271. fundur 17. júlí 2002

25. fundur
17.07.2002 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Þorgerður Þorgilsdóttir
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Bryndís Arnarsdóttir
1 Áfengisveitingaleyfi - Peng´s
2002060084
Með bréfi dags. 18. júní 2002 sækir Davíð Hjálmar Haraldsson, kt. 110744-2269 um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðum Peng´s, Strandgötu 13, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins en bendir á 18. og 19. gr. áfengislaga nr. 75 frá 1998.


2 Sveitarstjórnarlög - vanhæfi nefndarmanna.
2002070026
Lagðar fram til kynningar 19. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 45 frá 1998, 23. gr. samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp ásamt kafla 2 í Sjórnsýslulögum nr. 3 frá 1993 sem fjalla um hæfi og vanhæfi sveitarstjórnarmanna.


3 Saman-hópurinn - stuðningur við forvarnastarf
2002070027
Erindi dags. 2. júlí 2002 frá Saman-hópnum, starfsvettvangi ýmissa stofnana og samtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna, þar sem þau óska eftir fjárstuðningi til eflingar forvarnastarfs.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.


4 Fyrirspurn um leyfisveitingu
Nefndinni hefur borist fyrirspurn símleiðis um leyfisveitingar varðandi uppákomu á vegum FM 95,7 þar sem keppt var í áfengisdrykkju á Ráðhústorgi 15. júní sl. Hafa borist ýmsar kvartanir frá foreldrum sem héldu að þarna væri á ferðinni saklaus fjölskylduskemmtun.
Nefndin felur starfsmanni að kanna hvernig staðið var að skemmtun þessari.


5 Forvarnafræðsla fyrir unglinga í vinnuskólanum
Forvarnafulltrúi sagði frá nýafstaðinni forvarnafræðslu fyrir unglinga í vinnuskólanum dagana 9.-12. júlí þar sem Guðjón Bergmann gaf krökkunum innsýn í iðkun jóga, slökun og spjallaði við þau um hvað fengi ungmenni eins og þau til að byrja að neyta tóbaks með þá vitneskju að það sé hættulegt líkamanum. Auk þess sagði forvarnafulltrúi frá fræðsluerindi sem Guðjón Bergmann hélt fyrir foreldra þar sem inntakið var: Hvað geta foreldrar gert til að minnka líkurnar á því að börn þeirra byrji að reykja, hvort sem foreldrarnir reykja eða ekki og hvað gefur til kynna að börn séu byrjuð að reykja? Fyrirlesturinn var byggður á norskri könnun og persónulegri reynslu Guðjóns.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.