Áfengis- og vímuvarnanefnd

3199. fundur 20. júní 2002

24. fundur
20.06.2002 kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður
Jóna Jónsdóttir
Arnljótur Bjarki Bergsson
Silja Dögg Baldursdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir
Bryndís Arnarsdóttir
1 Kynning á fundarmönnum
Bæjarstjórn hefir á fundi sínum 11. júní sl. kosið aðal- og varamenn í áfengis og vímuvarnanefnd:

Aðalmenn: Varamenn:
Heiða Hauksdóttir, formaður Sunna Árnadóttir
Jóna Jónsdóttir, varaformaður Atli Þór Ragnarsson
Arnljótur Bjarki Bergsson Jón Oddgeir Guðmundsson
Silja Dögg Baldursdóttir Íris Dröfn Jónsdóttir
Þorgerður Þorgilsdóttir Guðgeir Hallur Heimisson

Fundarmenn kynntu sig og þær hugmyndir sem þeir hafa um nefndina og framtíð hennar.
Ráðgert að setja niður tilgang og markmið fyrir nefndina næstu fjögur árin.


2 APOTEK BAR GRILL - áfengisveitingaleyfi
2002060023
Með bréfi dags. 4. júní 2002 sækir Guðvarður Gíslason, kt. 081153-3619 um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingahúsið APOTEK BAR GRILL, Strandgötu 11, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


3 Cafe Amour - áfengisveitingaleyfi
2002050101
Með bréfi dags. 29. maí 2002 sækir Æsa Hrólfsdóttir, kt. 190861-3339 um áfengisveitingaleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaðinn Cafe Amour, Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


4 Golfskálinn - áfengisveitingaleyfi
2002060043
Með bréfi dags. 12. júní 2002 sækir Sigurður Pétur Hjaltason, kt. 150677-4919 um leyfi til áfengisveitinga í Golfskálanum að Jaðri, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins, en bendir á að íþróttir og áfengi eiga ekki samleið.


5 Sjallinn - áfengisveitingaleyfi
2002060073
Með bréfi dags. 18. júní 2002 sækir Þórhallur Arnórsson, kt. 291155-5379 um leyfi til áfengisveitinga á veitinga- og skemmtistaðnum Sjallanum, Geislagötu 14, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.
---------------------------------------------
Bæjarráð (27.06. 2002) gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.6 Ég er húsið mitt - forvarnaverkefni fyrir börn og foreldra
2002050070
Erindi dags 21. maí 2002 frá Birni Þórissyni forvarnafulltrúa þar sem hann óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna verkefnisins "Ég er húsið mitt".
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.


7 Styrkbeiðni vegna tóbaksvarnaráðstefnu
2002060064
Erindi dags. 16. maí 2002 frá Jóhönnu Kristjánsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna tóbaksvarnaráðstefnu í Mývatnssveit 27. - 28. september nk.
Nefndin samþykkir að styrkja tóbaksvarnaráðstefnuna um kr. 10.000.


8 Foreldraröltið - styrkbeiðni
2002060072
Erindi dags. 3. júní 2002 frá Guðrúnu Kristjánsdóttur forsvarsmanni foreldraröltsins þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 15.000 vegna símanotkunar fyrir foreldraröltið.
Nefndin samþykkir að veita símastyrk að upphæð kr. 15.000.


9 18 ára ábyrgð
Kynning á auglýsingu í dagskrána.
Ákvörðun tekin um að birta auglýsingu frá vímuvörnum dagana 17., 24. og 31. júlí og bæta þá inn í tilmælum til foreldra fyrir verslunarmannahelgina.


10 Rannsóknir á aðstæðum ungs fólks á landsbyggðinni
2000090063
Útlistun á könnun um vímuefnaneyslu 13-15 ára unglinga á Akureyri.
Nefndarmönnum gerð grein fyrir gangi mála. Stefnt á að halda kynningarfund í október nk. og kynna niðurstöður á vímuefnaneyslu 13-15 ára unglinga á Akureyri.

----------------------------------------------------
Bæjarráð (27.06. 2002) afgreiddi fundargerðina á eftirfarandi hátt:
2. og 3. liður voru afgreiddir í bæjarráði 13. júní sl.
4. liður var afgreiddur í bæjarráði 20. júní sl.
Að frátalinni bókun í 5. lið gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.