Áfengis- og vímuvarnanefnd

3097. fundur 15. maí 2002
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
23. fundur
15.05.2002 kl. 17:15 - 19:00
Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Guðmundur Jóhannsson
Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Karen Malmquist
Jón Oddgeir Guðmundsson
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Bryndís Arnarsdóttir


1 Forvarnafulltrúi
2001020135
Umræður um forvarnir og starf nefndarinnar í fortíð, nútíð og framtíð.
Nefndin lýsir ánægju sinni með þann merka áfanga í forvörnum, að ráðinn er forvarnafulltrúi og telur mjög áríðandi að festa það starf til frambúðar innan bæjarfélagsins.


2 Fíkniefnalögreglan - styrkbeiðni
2002050060
Erindi frá Félagi fíkniefnalögreglunnar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 5.000 vegna auglýsingar í fjölmiðlum.
Nefndin samþykkir erindið.


3 Lokafundur
Þar sem þetta er síðasti fundur nefndarinnar á kjörtímabilinu, þakkaði formaður samnefndarmönnum ánægjulegt samstarf og jafnframt voru formanni þökkuð góð störf og röggsöm fundarstjórn.

Fundi slitið.