Áfengis- og vímuvarnanefnd

2975. fundur 22. janúar 2002
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
19. fundur
22.01.2002 kl. 17:15 - 18:50
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Guðmundur Jóhannsson
Bryndís Arnarsdóttir


1 Vinnuhópur um forvarnir á Akureyri
2002010103
Erindi dags. 10. janúar 2002 frá Bryndísi Arnarsdóttur forvarnafulltrúa þar sem hún kynnir stofnun vinnuhóps til að marka stefnu um forvarnir.
Hópurinn yrði skipaður fulltrúum frá skóladeild, íþrótta- og tómstundadeild, fjölskyldudeild og Heilsugæslustöðinni á Akureyri.


2 Forvarnaverkefni grunnskólabarna á aldrinum 12-14 ára
2002010105
Erindi dags. 21. janúar 2002 frá Bergljótu Jónasdóttur forstöðumanni tómstundastarfs og Erni Inga fjöllistamanni þar sem þau óska eftir styrkveitingu vegna forvarnaverkefnis sem unnið er með grunnskólabörnum á aldrinum 12-14 ára í Lundarskóla og Síðuskóla.
Nefndinni líst vel á umrætt starf en frestar ákvörðun um styrk þar til verkefnið er komið af stað.


3 Forvarnafulltrúi
2001020135
Rætt um framhald samstarfshóps um forvarnafulltrúa.
Komnar eru af stað umræður um fjármögnun næsta starfsárs forvarnafulltrúa.


4 Ég er húsið mitt
2001080076
Tekið fyrir erindi frá verkefninu " Ég er húsið mitt" .
Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.


5 Önnur mál
Næsti fundur ákveðinn 19. febrúar nk.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.