Áfengis- og vímuvarnanefnd

3061. fundur 16. apríl 2002
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
22. fundur
16.04.2002 kl. 17:15 - 19:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Jón Oddgeir Guðmundsson
Bryndís Arnarsdóttir


1 Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak - 135. mál
2002020073
Afgreiðsla bæjarstjórnar á ályktun áfengis- og vímuvarnanefndar frá 12. mars sl.
Umræður.


2 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000080041
Akureyri - fjölskyldubær til framtíðar.
Nefndin lýsir ánægju sinni yfir skýrslunni.


3 Úthlutun styrkja hjá áfengis- og vímuvarnanefnd
2002030039
Tillaga að breytingu á fyrirkomulagi á úthlutun styrkja hjá áfengis- og vímuvarnanefnd. Tillagan er að í stað þess að umsóknir um styrki séu að berast allt árið verði einn eða tveir auglýstir tímar (febrúar - apríl) þar sem hægt er að sækja um styrki.
Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta núverandi tilhögun.
Næsti fundur ákveðinn 15. maí nk.
Fundi slitið.