Áfengis- og vímuvarnanefnd

3024. fundur 12. mars 2002
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
21. fundur
12.03.2002 kl. 17:15 - 19:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir formaður
Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Guðmundur Jóhannsson
Jón Viðar Guðlaugsson
Bryndís Arnarsdóttir1 Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak - 135. mál
2002020073
Erindi dags. 19. febrúar 2002 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, 135. mál.
Meirihluti nefndarinnar gerir ekki athugasemd við að umrætt frumvarp verði að lögum svo fremi að reglum um sölu verði stranglega framfylgt.
Þorgerður Þorgilsdóttir óskar eftirfarandi bókunar. " Ég leggst gegn frumvarpinu og verði það samþykkt mun það auka áfengisneyslu í landinu og er hún nóg fyrir ".

Bæjarstjórn 19. mars 2002


2 Ísland án eiturlyfja
1999110043
Bryndís Arnarsdóttir kynnti ráðstefnuna "Ísland án eiturlyfja" sem fór fram 1. mars sl.


3 Forvarnaverkefni grunnskólabarna á aldrinum 12-14 ára
2002010105
Erindi dags. 21. janúar 2002 frá Bergljótu Jónasdóttur forstöðumanni tómstundastarfs og Erni Inga fjöllistamanni þar sem þau óska eftir styrkveitingu vegna forvarnaverkefnis sem unnið er með grunnskólabörnum á aldrinum 12-14 ára í Lundarskóla og Síðuskóla.
Samþykkt að veita kr. 75.000 í styrk. Bókist á 02-007-497-1.


4 Úthlutun styrkja hjá áfengis- og vímuvarnanefnd
2002030039
Tillaga að breytingu á fyrirkomulagi á úthlutun styrkja hjá áfengis- og vímuvarnanefnd. Tillagan er að í stað þess að umsóknir um styrki séu að berast allt árið verði einn eða tveir auglýstir tímar (febrúar-apríl) þar sem hægt er að sækja um styrki.
Frestað til næsta fundar.


5 Áfengisveitingaleyfi
2002030052
Með bréfi dags. 8. mars 2002 sækir Árni Sæmundsson, kt. 031144-4859, Hlíðarvegi 69, Ólafsfirði um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Mongó Sport, restaurant, Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


6 Handbolti gegn fíkniefnum
Kynnt átak KA og Þórs.
Áfengis- og vímuvarnarnefnd fagnar frumkvæði íþróttafélaganna Þórs og KA í "Handbolti gegn fíkniefnum".

Næsti fundur ákveðinn 16. apríl nk.
Fundi slitið