Áfengis- og vímuvarnanefnd

3008. fundur 19. febrúar 2002
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
20. fundur
19.02.2002 kl. 17:15 - 19:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Guðmundur Jóhannsson
Bryndís Arnarsdóttir


1 Rannsóknir á aðstæðum ungs fólks á landsbyggðinni
2000090063
Bryndís Arnarsdóttir kynnti stöðu mála í málinu "Rannsókn & greining".
Nefndin fellst á að kaupa ítarlega skýrslu um stöðu vímuefnaneyslu á Akureyri 1997-2002. Áætlaður kostnaður við skýrsluna er kr. 350.000.


2 Foreldraröltið
2002020068
Kynntur var nýr forsvarsmaður - Guðrún Kristjánsdóttir.


3 Tóbaksvarnafræðsla í grunnskólum
2002020069
Erindi dags. 23. október 2001 frá Krabbameinsfélaginu þar sem kynnt er samstarfsverkefni Krabbameinsfélagsins og Tóbaksvarnanefndar skólaárið 2000-2001.
Stefnt er að því að halda námskeið í tóbaksvörnum fyrir kennara, námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga í ágúst - september á þessu ári.


4 Vinnuhópur um forvarnir á Akureyri
2002010103
Kynning á undirbúningi að " forvarnastefnu fyrir Akureyri" og forvarnastarfi fyrir grunnskóla.


5 Áfengisveitingaleyfi - Setrið í Sunnuhlíð
2001100104
Erindi dags. 29. október 2001 frá Sigurbjörgu Steindórsdóttur þar sem hún sækir um áfengisveitingaleyfi fyrir Setrið í Sunnuhlíð.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið