Áfengis- og vímuvarnanefnd

2941. fundur 11. desember 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
18. fundur
11.12.2001 kl. 18:00 - 20:00
Hótel KEA


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Jóhann Sigurjónsson
Bryndís Arnarsdóttir


1 Forvarnafulltrúi
2001020135
Rætt um framtíð forvarnafulltrúa í samstarfi við þá aðila sem að ráðningu hans stóðu.
Ákveðið að fela formanni nefndarinnar að ræða við samstarfsaðila um framtíð og fyrirkomulag starfsmannsins.


2 Fjölskyldan saman á tímamótum
2001120076
Erindi dags. 6. desember 2001 frá Hildi Björgu Hafstein verkefnisstjóra Áfengis- og vímuvarnaráðs þar sem hún vekur athygli á vinnu SAMAN-hópsins.
Samþykkt að veita kr. 35.000 til verkefnisins.


3 10. bekkir grunnskólanna
2001120077
Forvarnafulltrúi kynnti hugmynd sína um að styrkja 10. bekki grunnskóla bæjarins á þann hátt að nemendur sæju sjálfir um og undirbyggju einhverskonar fræðslu fyrir samnemendur sína t.d. í
7.- 9. bekk.
Samþykkt að veita kr. 150.000 til verkefnisins.


4 Fræðsla um vímuefni og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum
2001010030
Forvarnafulltrúi kynnti verkefnið "Vímuvarnaskólinn" sem er verkefni fyrir kennara og starfsmenn grunnskólanna.
Forvarnafulltrúa falið að vinna áfram að þessu verkefni.


5 Áfengisveitingaleyfi - Grillhúsið
2001110068
Erindi dags.15. nóvember 2001 frá Óla Guðmarssyni. Umsókn KS Vallar ehf. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Grillhúsið, Geislagötu 7, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


6 Önnur mál
Næsti fundur ákveðinn 22. janúar 2002.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.