Áfengis- og vímuvarnanefnd

2473. fundur 09. janúar 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
7. fundur
09.01.2001 kl. 17:15 - 18:20
Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir formaður
Jón Viðar Guðlaugsson
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson


1 Auglýsingar í fjölmiðlum
Umræður um auglýsingar í fjölmiðlum í desember á vegum nefndarinnar.
Rætt um framhald auglýsinganna, en engin ákvörðun tekin.


2 Samkomulag
2000060001
Formaður lagði fram drög að samkomulagi við KA, Akureyrarkirkju og sýslumannsembættið annars vegar og vímuvarnanefndar f.h. Akureyrarbæjar hins vegar.
Drögin rædd og samþykkt og formanni falið að vinna áfram að málum.


3 Áfengisveitingaleyfi - Sjallinn
2000120107
Erindi dags. 11. desember 2000 frá Ottó Sverrissyni, kt. 020665-4409, Lyngholti 4, Akureyri, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Sjallann, Glerárgötu 14, Akureyri.
Nefndin gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.


4 Áfengisveitingaleyfi - Menning
2000120109
Erindi dags. 27. desember 2000 frá Jóhannesi K. Björnssyni, kt. 230957-2079, Dalbraut 8, Dalvík, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Menningu, Strandgötu 13, Akureyri.
Nefndin gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.


5 Forvarnir í sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um félagsþjónstu, barnavernd og forvarnir í sveitarfélaginu.

6 Fræðsla um vímuefni og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum
2001010030
Lagt fram til kynningar erindi dags. 4. janúar 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fræðslu og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum.7 Fjárveiting til forvarnafulltrúa
2000060001
Nefndin óskar eftir því við bæjarstjórn að það fjármagn sem nefndin ekki nýtti árið 2000 af fjárveitingu þess árs, verði til ráðstöfunar vegna verkefna væntanlegs forvarnafulltrúa.8 Næsti fundur
Næsti fundur er ákveðinn 13. febrúar nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.20.