Áfengis- og vímuvarnanefnd

2890. fundur 30. október 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
16. fundur
30.10.2001 kl. 17:15 - 19:15
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Bryndís Arnarsdóttir


1 Fræðsla um vímuefni og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum
2001010030
Almenn umræða um stöðu forvarna í framhaldsskólum.
Formaður bauð gesti fundarins Karen Malmquist, forvarnafulltrúa VMA og Stefán Þór Sæmundsson, forvarnafulltrúa MA velkomin á fundinn. Forvarnafulltrúarnir sögðu frá störfum sínum í skólunum í nútíð og framtíð. Fundinn sat einnig Stefán Ingólfsson, ráðgjafi við göngudeild SÁÁ á Akureyri sem skýrði frá sínum starfsvettvangi.


2 Foreldrahúsið - vímulaus æska
2001100111
Lagður fram til kynningar bæklingur frá Foreldrahúsi.


3 Styrkbeiðni - " Hættu áður en þú byrjar"
2001100112
Erindi dags. 30. október 2001 frá Bryndísi Arnarsdóttur, forvarnafulltrúa, þar sem hún óskar eftir styrk til forvarnaverkefnisins "Hættu áður en þú byrjar". Verkefnið er fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk og er í samvinnu við grunnskóla Akureyrar og lögreguna á Akureyri.
Nefndin samþykkir að veita 125.000 kr. til verkefnisins.


4 Önnur mál
Næsti fundur ákveðinn 12. nóvember nk.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.