Áfengis- og vímuvarnanefnd

2862. fundur 18. september 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
15. fundur
18.09.2001 kl. 17:15 - 18:45
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Bryndís Arnarsdóttir


1 Fræðsla um vímuefni og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum
2001010030
Formaður ræddi hugmyndina um að boða skólastjóra framhaldskólanna og forvarnafulltrúa skólanna á næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt að boða forvarnafulltrúa og Stefán Ingólfsson forvarnafulltrúa SÁÁ til fundarins.


2 Verkefnið "Ég er húsið mitt"
Erindi frá verkefninu "Ég er húsið mitt".
Samþykkt að fyrri afgreiðsla málsins skuli standa.


3 Rannsóknir á aðstæðum ungs fólks á landsbyggðinni
2000090063
Rætt um skýrslu frá " Rannsókn & greiningu" sem boðin er til kaups, kostnaður vegna þessara kaupa er áætlaður kr. 800.000.
Áfengis- og vímuvarnanefnd óskar eftir samstarfi við skólanefnd, íþrótta- og tómstundaráð og félagsmálaráð um kaup á umræddri skýrslu, enda gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002.


4 Styrkbeiðni fyrir foreldraröltið á Akureyri
2001090054
Erindi dags. 12. september 2001 frá Arnrúnu Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 30.000 til styrktar starfinu.
Nefndin samþykkir erindið.

5 Strætisvagn Hósanna til forvarnastarfa
2001080087
Erindi dags. 28. ágúst 2001 frá Hósannahópnum þar sem kynnt er hugmynd um að nota strætisvagn í eigu Hósanna til forvarnastarfa. Óskað er eftir leyfi frá Akureyrarbæ til að staðsetja strætisvagninn í nálægð við Miðbæinn.
Nefndin er fús til samstarfs og fagnar allri viðleitni í forvarnastarfi.


6 Styrkbeiðni - Ungt fólk í SÁÁ-N
2001080059
Erindi dags. 24. ágúst 2001 frá Grétari Erni Ásgeirssyni þar sem hann óskar eftir styrk að upphæð kr. 100.000 vegna hópferðar ungs fólks í SÁÁ-N í Skagafjörð 7.- 9. september 2001.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000.


7 Önnur mál
Næsti fundur ákveðinn 16. október nk.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.