Áfengis- og vímuvarnanefnd

2596. fundur 10. júlí 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
13. fundur
10.07.2001 kl. 17:15 - 19:20
Glerárgata 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Bryndís Arnarsdóttir


1 Fræðsla um vímuefni og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum
2001010030
Lögð fram skýrsla starfshóps um fíkniefnafræðslu og forvarnir. Forvarnafulltrúi kynnti hópinn og skýrsluna.2 Forvarnarfulltrúi - kynning
2001020135
Formaður sagði frá blaðamannafundi þar sem kynntur var forvarnafulltrúi og starf hans.
Á fundinn barst peningagjöf frá Kvenfélagi Hörgdæla til forvarnarverkefna. Nefndin þakkar gjöfina og þann hug sem henni fylgir.3 Sumarlokun SÁÁ á Akureyri
Nefndin lýsir áhyggjum sínum vegna sumarlokunar göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Nefndin hvetur bæjarstjórn Akureyrar að beita sér fyrir því að til lokunar þurfi ekki að koma í framtíðinni.4 Verkefnið "Ég er húsið mitt"
Erindi frá verkefninu "Ég er húsið mitt".
Nefndin tekur jákvætt undir erindið en frestar ákvörðunartöku og felur forvarnarulltrúa að fylgjast með málinu fyrir hönd nefndarinnar.


5 Áfengisveitingaleyfi - Strandgötu 3
2001060109
Með bréfi dags. 26. júní 2001 sækir Steingrímur Bjarnason, kt. 141071-3789, um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Ruby Tuesday, Strandgötu 3, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


6 Áfengisveitingaleyfi - Strandgata 13
2001060072
Með bréfi dags. 21. júní 2001 sækir Sigurður Sigurðarson, kt. 090763-2379, um leyfi til áfengisveitinga á veitingastað í Strandgötu 13.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


7 Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis - styrkbeiðni
2001070043
Erindi frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis þar sem farið er fram á viðbótarstyrk vegna tóbaks- og vímuefnafræðslu félagsins að upphæð 35.000 krónur.
Samþykkt að styrkja verkefnið gegn því að lagðir verði fram sundurliðaðir reikningar vegna þess.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.