Áfengis- og vímuvarnanefnd

1920. fundur 15. maí 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
11.fundur
15.05.2001 kl. 17:15 - 19:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Bryndís Arnarsdóttir, forvarnafulltrúi


1 Vímuvarnarfulltrúi
2000060001
Erindi dags. 11. maí 2001 frá Áfengis- og vímuvarnaráði þar sem tilkynnt er um úthlutun til verkefnisins "Vímuvarnarfulltrúi" kr. 500.000.2 Nýráðinn forvarnafulltrúi
2001020135
Nýráðinn forvarnafulltrúi Bryndís Arnarsdóttir mætti á fundinn og var hún boðin velkomin til starfa. Rætt um hlutverk forvarnafulltrúa og samstarf hans við nefndina.3 Vínveitingaleyfi - Golfskálinn Jaðri
2001040089
Erindi dags. 22. apríl 2001 frá Margréti D. Eðvarðsdóttur, kt. 030263-3409, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir Golfskálann að Jaðri tímabilið 1. maí - 31. september 2001.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins en ítrekar þá afstöðu sína að áfengi og íþróttir eiga ekki vel saman.


4 Vínveitingaleyfi - Hafnarstræti 104
2001040090
Erindi dags. 26. apríl 2001 frá Margréti D. Eðvarðsdóttur, kt. 030263-3409 þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir Hafnarstræti 104, tímabilið frá 15. maí til 31. september 2001.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins innandyra, en bendir á að samkvæmt áfengislögum eru vínveitingar utanhúss ekki leyfilegar.


5 Vínveitingaleyfi - Venus
2001050078
Erindi dags. 14. maí 2001 frá Birgi Þór Karlssyni, kt. 230269-4329 þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir næturklúbbinn Venus, Ráðhústorgi 7. Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.


6 Fundarboð frá Áfengis- og vímuvarnaráði Íslands
Fundarboð frá Áfengis- og vímuvarnaráði Íslands þar sem boðað er til fundar í Safnaðarheimilinu á Dalvík þann 18. maí nk. kl. 10.00 - 14.00.
Nýráðinn forvarnafulltrúi mætir á umræddum fundi.7 Fundarboð
Næsti fundur nefndarinnar er áætlaður 12. júní 2001 kl. 17.15.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.