Áfengis- og vímuvarnanefnd

2580. fundur 17. apríl 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
10. fundur
17.04.2001 kl. 17:15 - 19:00
Glerárgata 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir formaður
Jón Viðar Guðlaugsson
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson


1 Vímuvarnafulltrúi
2001020135
Rætt um ráðningu forvarnafulltrúa, en málið er á lokastigi og væntanlega gengið frá ráðningu næstu daga.


2 Störf nefndarinnar
Formaður greindi frá störfum sínum, frá síðasta fundi.


3 Forvarnaáætlun vinabæja Akureyrar
Lagt fram til kynningar, bréf dags. 3. apríl 2001 um forvarnaáætlun vinabæja Akureyrar.


4 10. bekkur grunnskóla - boð í bíó
Rætt um boð áfengis- og vímuvarnanefndar til barna í 10. bekk grunnskóla á myndina "Traffic" og viðbrögð við því boði. Fram kom að viðbrögð foreldra og skólafólks höfðu verið mjög jákvæð og almenn ánægja með framtakið.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.