Áfengis- og vímuvarnanefnd

2414. fundur 12. júní 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
12. fundur
12.06.2001 kl. 17:15 - 18:00
Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmaður :
Þorgerður Þorgilsdóttir formaður
Guðmundur Jóhannsson
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson fundarritari
Bryndís Arnarsdóttir


1 Störf nefndarinnar 2000-2001
Formaður lagði fram til kynningar skýrslu um störf nefndarinnar 2000 - 2001 sem senda á Áfengis- og vímuvarnaráði.


2 Ísland án eiturlyfja
2001020135
Forvarnafulltrúi Bryndís Arnarsdóttir sagði frá fundi sem haldinn var á Dalvík 18. maí sl. á vegum Áfengis- og vímuvarnaráðs "Ísland án eiturlyfja".


3 Meðferð áfengis og annarra vímuefna
Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar styður heilshugar skólastjórnendur, sem standa fast á reglum um meðferð áfengis og annarra vímuefna í skipulagðri starfsemi skólanna.


4 Önnur mál
Umræður um starfið og fleira, næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 10. júlí nk.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.