Áfengis- og vímuvarnanefnd

2539. fundur 06. mars 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
9. fundur
06.03.2001 kl. 17:15 - 19:45
Glerárgata 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson


1 10. bekkur grunnskóla - boð í bíó
Boð í bíó.
Ákveðið að bjóða öllum börnum í 10. bekk grunnskóla, ásamt forráðamanni, að sjá bíómyndina "Traffic". Myndin fjallar um dreifingu, sölu og neyslu eiturlyfja og er mjög áhrifarík.


2 Fjárhagsbeiðni
Erindi frá Félagi fíkniefnalögreglumanna, FÍF, þar sem farið er fram á fjárhagsaðstoð vegna útgáfu bókar á vegum félagsins.
Samþykkt að kaupa styrktarlínu í væntanlegri bók.


3 Norðlenskt forvarnarverkefni: Aukin þekking - NEI við neyslu
2001030069
Erindi frá Agli Erni Arnarsyni um forvarnaverkefnið "Aukin þekking - Nei við neyslu".
Nefndin óskar eftir umsögn skólanefndar um þetta verkefni, þar sem það virðist að miklu leyti miðað við skólana.
Áfengis- og vímuvarnanefnd líst vel á verkefnið en sýnist fremur óljóst um úrvinnslu og framkvæmd þess.4 Styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Akureyrar
2001020002
Erindi frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, þar sem farið er fram á styrk vegna tóbaksvarnafræðslu til barna og unglinga í vinnuskóla.
Samþykkt að styrkja verkefnið með kr. 150.000.


5 Samkomulag
2001020135
Lagt fram "Samkomulag" Sýslumannsembættisins, Akureyrarkirkju, Knattspyrnufélags Akureyrar og áfengis- og vímuvarnanefndar um ráðningu vímuvarnafulltrúa.
Nefndin lýsir ánægju sinni með samstarf þessara aðila og tilnefnir Þorgerði Þorgilsdóttur til þess að vera aðalfulltrúa nefndarinnar í samstarfshópnum og til vara Jóhann Sigurjónsson.
Einnig ítrekað að formanni Íþróttafélagsins Þórs og formanni sóknarnefndar Glerárkirkju verði sent boð um þátttöku í verkefninu.6 Vínveitingaleyfi
Nokkrar umræður um "útrunnin" vínveitingaleyfi og meðferð þeirra mála.

Fleira ekki gert.