Áfengis- og vímuvarnanefnd

2516. fundur 13. febrúar 2001
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
8. fundur
13.02.2001 kl. 17:15 - 19:30
Glerárgötu 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður
Jón Viðar Guðlaugsson, fundarritari
Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Guðmundur Jóhannsson


1 Vímuvarnamál
Gestur fundarins, Bergur Jónsson, fíkniefna-lögreglumaður fræddi nefndarfólk um stöðu mála á Akureyri og nágrenni. Var mál hans mjög fróðlegt, en um leið alvarlegt og urðu miklar umræður.
Í máli Bergs kom fram m.a. að neysla fíkniefna og að vera undir áhrifum þeirra virðist ekki meðhöndlað sem lögbrot.
Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að hlutast verði til um að endurskoðun laga um ávana- og fíkniefni verði hraðað.


2 Erindi frá Agli Erni Arnarsyni
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.30.