Áfengis- og vímuvarnanefnd

2461. fundur 14. mars 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 14. mars 2000.


Ár 2000, 14. mars kl. 16.15 var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar að Glerárgötu 26.
Mættir voru undirritaðir.

Þetta gerðist:

1. Erindi frá Gísla Baldvinssyni um Marita forvarnarverkefnið.

Gunnar Gíslason skólafulltrúi kynnti Maritaverkefnið, forvarnarverkefni sem unnið er að í grunnskólum bæjarins og víðar þessa dagana.
Nefndin lýsir ánægju sinni með þetta framtak og samþykkir að veita kr. 50.000 af fjárveitingu áfengis- og vímuvarnanefndar til verkefnisins.

2. Útgáfa fréttabréfs.
Bragi Bergmann skýrði frá útgáfu ýmissa bæklinga, kostnaði, dreifingu o.fl.
Samþykkt að leitað verði samninga við Fremri hf. kynningarþjónustu um útgáfu fréttabréfs um forvarnarmál.

3. Erindi frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri um stuðning við fund og kynningu á sænskum rannsóknum á samfélagslegum áhrifum áfengisneyslu.
Nefndin lýsir áhuga sínum á verkefninu og felur formanni að leita nánari upplýsinga hjá fulltrúum heilsugæslunnar.

4. Áfengisneysla ungmenna og umræður um þau mál í fjölmiðlum undanfarnar vikur.

Nefndin beinir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Akureyrar beiti sér fyrir því að hert verði eftirlit með sölu áfengis á vínveitingahúsum bæjarins svo að komið verði í veg fyrir sölu til of ungra neytanda.
Nefndin leggur áherslu á að bæjarstjórn hafi samráð við Sýslumann og kanni hvort ekki sé nauðsynlegt að miða við 20 ára aldurstakmark á vínveitingahúsum, sem opin eru fram undir morgun.
Áfengis- og vímuvarnanefnd álítur mjög brýnt að flokka hið fyrsta skemmtistaði á Akureyri. Það þarf að undirbúa þá vinnu vel með því að stofna starfshóp um málið um leið og Alþingi hefur samþykkt tillögu um flokkun skemmtistaða, en slík tillaga liggur nú fyrir Alþingi. Það þarf sérstaklega að gæta þess að skemmtanaleyfi næturklúbba standi undir kostnaði við dyravörslu, þar sem hverju sinni sé lögreglumaður meðal dyravarða. Mikilsvert er að námskeið fyrir dyraverði séu haldin reglulega á Akureyri.
Áfengis- og vímuvarnanefnd beinir enn fremur þeim tilmælum til bæjarstjórnar að hún kanni kosti og ókosti þess að vínveitingastaðir hafi frjálsan opnunartíma og það eftir geðþótta hverju sinni. Kannað verði hvernig starfsfólki í mismunandi atvinnugreinum kemur þessi reynsla fyrir sjónir svo sem slysavakt, lögreglu, leigubílstjórum, starfsfólki á vínveitingastöðunum og atvinnurekendum.
Það þarf ekki að fara í grafgötur með hvað skólastjórnendum finnst um þessa frjálsu opnun samanber fundahöld og blaðaskrif.
Augljóst er að það að framfylgja landslögum um sölu og dreifingu áfengis er veigamesta aðgerðin til að halda áfengisneyslu í ásættanlegum skorðum og einnig mjög mikilvægt atriði til þess að hindra neyslu ólöglegra vímugjafa sem oft er dreift í kjölfar áfengis. Akureyri verður að standa undir nafni í forvörnum og sýna gott fordæmi sem skólabær.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.50.

Kristín Sigfúsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Jón Viðar Guðlaugsson
Erla Oddsdóttir
Rut Petersen.