Áfengis- og vímuvarnanefnd

2452. fundur 12. desember 2000
Áfengis- og vímuvarnanefnd - Fundargerð
6. fundur.
12.12.2000 kl. 17:15 - 19:00
Glerárgata 26


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þorgerður Þorgilsdóttir formaður
Jón Viðar Guðlaugsson
Jóhann Sigurjónsson
Helga Rósantsdóttir
Guðmundur Jóhannsson


1 Ráðning forvarnafulltrúa
2000060001
Rætt um ráðningu forvarnafulltrúa. Fram hefur komið að áhugi er hjá Akureyrarkirkju og KA um samstarf.
Formanni falið að ræða við framangreinda aðila, en jafnframt samþykkt að fara fram á það að auglýst verði eftir forvarnafulltrúa.


2 Auglýsingar
Auglýsingar.
Samþykkt að athuga með auglýsingar á vegum nefndarinnar fyrir jól og áramót, t.d. á Aksjón.
Formanni falið að athuga málið.3 Foreldravaktin
Endurnýjun á símakosti.
Samþykkt að endurnýja símakost "Foreldravaktarinnar".


4 Næsti fundur
Næsti fundur ákveðinn 9. janúar 2001.
Fleira ekki. Fundi slitið kl. 19.00.