Áfengis- og vímuvarnanefnd

2170. fundur 11. október 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 11. október 2000.
4. fundur.


Ár 2000, miðvikudaginn 11. október kl. 17.15 kom áfengis- og vímuvarnanefnd saman til fundar. Fundurinn var haldinn að Glerárgötu 26.

Þetta gerðist:

1. Formaður kynnti stöðu mála í sambandi við ráðningu forvarnafulltrúa.
Miklar umræður urðu um málið og formanni nefndarinnar falið að vinna að þessu máli áfram.

2. Umræður um fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Kynnt drög að ályktun nefndarinnar í þessu máli.

3. Formaður skýrði frá fundi sem hún sat hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar, þar sem kynnt var nýtt átak í tóbaksvörnum. Leitað var eftir styrk frá áfengis- og vímuvarnanefnd í þetta verkefni. Nefndin tekur jákvætt í þessa beiðni, en bíður með ákvörðun upphæðar, þar til fyrir liggur vitneskja um heildarkostnað verkefnisins.

4. Ekki tekin ákvörðun um næsta fund.


Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18.40.

Þorgerður Þorgilsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Jón Arnþórsson
Jón Viðar Guðlaugsson
- fundarritari -