Áfengis- og vímuvarnanefnd

1831. fundur 13. júní 2000

Áfengis og vímuvarnanefnd 13. júní 2000.


Ár 2000, 13. júní var fundur haldin í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar. Fundurinn var haldinn á Fosshóteli KEA og hófst kl. 18:00.

Þetta gerðist:

1. Umræður um tillögur vinnuhóps um stefnumótun í forvarnastarfi. Anna Þóra skýrði frá vinnutilhögum hópsins og niðurstöðu sem nefndarmenn höfðu fengið í hendur. Nefndin fjallaði um tillögur vinnuhópsins og samþykkti ályktun, sjá fylgiskjal nr. 1, 13. júní 2000. Anna Þóra vék af fundi meðan nefndin fjallaði um ofanritað, en Anna Þóra var í vinnuhópnum um vímuvarnir.
2. Bréf frá Ingjaldi Arnþórssyni vegna áfengisneyslu í Skautahöllinni. Formaður hefði leitað ráða hjá lögregluyfirvöldum og er málið í þeirra höndum. Nefndin harmar þennan atburð og ætlast til að ekki verði endurtekning á. Forráðamaður Skautafélags Akureyrar, Magnús Finnsson, hefur haft samband við formann nefndarinnar og harmar þennan atburð.
3. Rætt um ályktun sem send var til verslana sem versla með tóbak og viðbrögð við henni.
4. Sagt frá forvarnarverkefni ungs fólks, Pallas Aþena, Þór. Nefndin samþykkir styrk til Hildar Jönu vegna ferðar til Sarajevo allt að 35.000 kr.
5. Erindi frá Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna, vegna kostnaðar við auglýsingaátak fyrir 17. júní. Nefndin samþykkir að veita 5.000 kr. til félagsins.
6. Erindi frá Alnæmissamtökunum, þar sem leitað er eftir styrk vegna fræðsluátaks í félagsmiðstöðvunum á Akureyri. Samþykkt að styrkja þetta verkefni með 10.000 kr.
7. Bréf frá Sigurði K. Sigtryggssyni, útvarpsstjóra "Innrásarinnar", þar sem farið er fram á styrk til reksturs stöðvarinnar. Samþykkt að auglýsa hjá stöðinni í samvinnu við félagsmiðstöðina Kompaníið, fyrir allt að 20.000. kr.
8. Bréf frá Félagsmálaráði vegna opinberrar stefnu í málefnum fjölskyldunnar. Bréfið lagt fram til kynningar, en afgreiðslu frestað. Nefndin telur jákvætt að sett verði fram ákveðin fjölskyldustefna og telur jafnframt að hugmyndir félagsmálaráðs samrýmist hugmyndum áfengis- og vímuvanarnefndar í forvörnum
9. Lögð fram bókun bæjarráðs frá fundi 8. júní 2000, þar sem bent er á að starf forvarnafulltrúa verði unnið í fullu samráði við bæjarstjórn og í samræmi við annað forvarnastarf á Akureyri. Nefndin tekur heilshugar undir þessa bókun.
10. Önnur mál.

 

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 21:10.

Kristín Sigfúsdóttir
Jón Viðar Gunnlaugsson
Jóhann Sigurjónsson
Anna Þóra Baldursdóttir
Helga Rósantsdóttir