Áfengis- og vímuvarnanefnd

1830. fundur 30. maí 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 30. maí 2000.


Ár 2000, 30. maí var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd kl. 16.15 á Fosshóteli KEA. Auk nefndarmanna var til fundarins boðið fulltrúum frá ýmsum nefndum og stofnunum, sem taka þátt í forvarnastarfi á Akureyri.

Þetta gerðist:

1. Formaður nefndarinnar, Kristín Sigfúsdóttir kynnti niðurstöður könnunar á sölu tóbaks til barna og ungmenna. Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi skýrði og ræddi um reglugerðir um sölu tóbaks en embætti heilbrigðisfulltrúa hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar. Rakti Valdimar viðbrögð embættis hans við brotum á reglugerðinni, en könnun leiddi í ljós að mjög víða var hún brotin. Valdimar svaraði fyrirspurnum. Þorbjörg Ingvadóttir frá KAON, ræddi um eftirfylgni við umrædda könnun og svaraði fyrirspurnum.

2. Lögð fram ályktun til umræðu / samþykktar. Fundarstjóra og fundarritara falið að ganga frá ályktuninni og verður endanleg gerð ályktunarinnar rituð hér aftast í fundargerð.

3. Kristín Sigfúsdóttir rakti störf áfengis- og vímuvarnanefndar á liðnu ári. Einnig kynnti hún rit " Ungt fólk án vímu", sem nefndin gefur út í tíu þúsund eintökum og verður dreift í hvert hús á Akureyri og nágrenni.

4. Umræður um forvarnastarf í bænum og ýmsar ábendingar.

5. Ályktun:

Samráðsfundur um forvarnamál haldinn á Fosshóteli KEA 30. maí árið 2000 á vegum áfengis- og vímuvarnarnefndar Akureyrar, tók til umræðu nýlega könnun á sölu reyktóbaks til unglinga. Fundinn sátu fulltrúar frá áfengis- og vímuvarnanefnd, íþrótta og tómstundarráði, Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, lögreglunni, kirkjunni, heilbrigðiseftirliti, heilsugæslunni, skólum, SÁÁ, Rauða krossinum, íþróttafélögunum, Góðtemplarareglunni og fleiri. Fundurinn samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun:

Öllum ætti að vera ljós sú staðreynd að reykingar barna og unglinga eru mikið heilsufarsvandamál og þess vegna eru lög um sölu og deifingu tóbaks miðuð við 18 ára aldur. Könnun á sölu tóbaks til unglinga á Akureyri, sem fram fór nýlega, sýndi að 90% verslamna sem lentu í útakinu, þverbrjóta lög um sölu tóbaks. Samráðsfundur um forvarnir á Akureyri sendir áskorun til þeirra sem versla með tóbak um að virða lög um sölu tóbaks. Með því sýna verslunareigendur samstöðu með þeim sem leggja forvarnastarfi lið og virða lög um vernd barna og ungmenna og rétt þeirra til heilbrigðs lífs.

(Ályktunin er send öllum verslunum, sem versla með tóbak á Akureyri).

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.10.

Kristín Sigfúsdóttir
Jóhann Sigurjósson
Jón Viðar Guðlaugsson
Anna Þóra Baldursdóttir
Jón Arnþórsson