Áfengis- og vímuvarnanefnd

1829. fundur 09. maí 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 9. maí 2000.


Ár 2000, 9. maí var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd kl. 16.15 að Glerárgötu 26.

Þetta gerðist:

1. Arnrún Magnúsdóttir gerði grein fyrir starfsemi foreldravaktarinnar síðustu mánuði. Starfið hefur gengið mjög vel að undanförnu, en þarfnast betri kynningar meðal foreldra. Stefnt að því að halda fund með 5 (minnst) fulltrúum foreldra úr hverjum skólanna fimm sem standa að foreldravaktinni, nú á vordögum, til þess að undirbúa sumarstarfið og sérstaklega hvað gera skal um verslunarmannahelgina.

2. Rut Petersen lagði fram drög að dagskrá fyrir ráðstefnu um áfengisneyslu og áhrif hennar á samfélagið. Ráðstefnan verður 29. júní og fyrirlesarar verða Ulf og Birgitta Johanson frá Svíþjóð og er ætluð starfsfólki í heilbrigðisþjónustunni.
Samþykkt að áfengis- og vímuvarnanefnd greiði fargjald, fæði og uppihald fyrir sænsku hjónin.

Anna Þóra Baldursdóttir tilnefnd sem tengiliður nefndarinnar við HAK vegna ráðstefnunnar.

3. Sumarátak í forvörnum. Samþykkt að standa að samstarfsverkefni með "Ísland án eiturlyfja" með svipuðum hætti og undanfarin ár og leggja 150-200 þús. kr. til verkefnisins.

4. Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmd borgarafundarins 11. apríl s.l. og hvetur til áframhaldandi starfs á grundvelli samþykktar borgarafundarins. Þetta mætti m.a. gera með samráðsfundi nú í maí, þar sem boðaðir yrðu sömu aðilar og sóttur samráðsfundina á Hótel KEA s.l. haust og yrði þar farið yfir stöðu mála hjá aðilum eins og foreldravaktinni, unglingaráðgjöf heilsugæslustöðvarinnar, Kompaníinu o.fl.

5. Bréf frá Alnæmissamtökunum um stuðning vegna heimsókna í grunnskóla og félagsmiðstöðvar.
Samþykkt að fela formanni að kanna nánar hvernig fræðslustarfi Alnæmissamtakanna er háttað.

6. Formaður skýrði frá samræðum sínum við Helgu Halldórsdóttir hjá innanlandsdeild Rauða Krossins um að koma á kaffihúsi fyrir ungt fólk í líkingu við það sem gert hefur verið á Ísafirði. Þetta gæti einnig gerst þannig að Rauði Krossinn komi að starfsemi Kompanísins.
Formaður leggur áherslu á að málið sé á algeru byrjunarstigi.

7. Formaður greindi frá viðræðum við Lionshreyfinguna um stuðning hreyfingarinnar við forvarnir. Viðræður eru á byrjunarstigi.

8. Kynnt ársskýrsla "Íslands án eiturlyfja" fyrir árið 1999 og starfsáætlun ársins 2000.

Formanni falið að gera ársskýrslu áfengis- og vímuvarnanefndar í samráði við sviðsstjóra félagssviðs og senda "Ísland án eiturlyfja".

9. Lögð drög að dagskrá næsta fundar áfengis- og vímuvarnanefndar sem haldinn verður 13. júní n.k.

10. ...................................

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.15.

Kristín Sigfúsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Jón Viðar Guðlaugsson
Rut Petersen
Anna Þóra Baldursdóttir
Jón Arnþórsson