Áfengis- og vímuvarnanefnd

1828. fundur 11. apríl 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 11. apríl 2000.


Ár 2000, 11. apríl kl. 16.15 var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar í Glerárgötu 26.

Þetta gerðist:

1. Nýr nefndarmaður, Anna Þóra Baldursdóttir tekur sæti í nefndinni. Formaður bauð Önnu Þóru sérstaklega velkomna.

2. Marita-verkefnið, árangur hingað til og framhald verkefnisins.

Gunnar Gíslason sagði frá almennri ánægju foreldra og starfsmanna skólanna með hvernig til tókst. Óskað hefur verið umsagnar frá bæði foreldrum og nemendum. Allir fundir á vegum verkefnisins voru mjög vel sóttir og telur Gunnar að verkefnið sé mjög vel þess virði að halda því áfram m.a. vegna nýs námsefnis fyrir 6.- 7. bekk.
Þorsteinn Pétursson tekur mjög undir orð Gunnars og bendir á að ef framhald verði á fundahöldum væri æskilegt að leyfa meiri umræður eftir framsöguerindi. Þorsteinn hvetur eindregið til að verkefninu verði haldið áfram.
Nefndin lýsir yfir vilja sínum til þess að styrkja áframhaldandi starf Marita-hópsins.

3. Viðar Sigurjónsson starfsmaður ÍSÍ mætti á fundinn undir þessum lið og ræddi um stefnu ÍSÍ í forvarnarmálum. M.a. sagði hann frá stefnumótun ÍSÍ frá 1997, þar sem kom fram yfirlýsing um forvarnir og fíkniefni undir slagorðinu "Íþróttir - afl gegn fíkniefnum".
Nokkrar umræður urðu um áfengisneyslu í íþróttamannvirkjum og var samstaða um að nauðsynlegt væri að koma á sérstökum reglum um meðferð áfengis í íþróttamannvirkjum.

4. Þorbjörg Ingvadóttir frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og Linda Ólafsdóttir forstöðumaður unglingavinnu mættu á fundinn og gerðu grein fyrir hugmyndum um fræðslu fyrir unglinga í vinnuskóla og unglingavinnu Akureyrarbæjar.

Samþykkt að þessi fræðsla yrði með svipuðu móti og s.l. sumar og að styrkur nefndarinnar til verkefnisins með sama sniði og á síðasta ári, eða allt að kr. 150.000.

Þá urðu nokkrar umræður um ólöglega sölu tóbaks til ungmenna og hugsanlegar aðgerðir til þess að sporna gegn slíku.

5. Borgarafundur í VMA um forvarnir ofl. í dag 11. apríl.

Samþykkt að leggja allt að 30.000 kr. til þess að standa undir kostnaði við auglýsingar ofl. vegna fundarins

6. Samþykkt að veita allt að 25.000 kr. í verðlaun vegna getraunar í Fréttabréfi Akureyrar sem helgað verður vímuvarnamálum.

7. Áfengis- og vímuvarnanefnd hefur samþykkt uppkast að samþykktum fyrir nefndina og sent þær til bæjarstjórnar.

8. Bréf frá útgefendum "Unga Akureyri" um boð í þátttöku í útgáfu.

Samþykkt að láta birta foreldrasamninginn og styrkja útgáfuna með 10.000 kr.

9. Önnur mál.

a) Arnrún Magnúsdóttir forystumaður foreldravaktarinnar hefur lýst yfir áhuga á að foreldravaktin verði virk í sumar og þegar verði hafinn undirbúningur aðgerða vegna verslunarmannahelgarinnar.

b) Samþykkt að næstu fundur yrði þriðjudaginn 9. maí n.k.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.00.

Kristín Sigfúsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Jón Viðar Guðlaugsson
Anna Þóra Baldursdóttir
Rut Petersen