Áfengis- og vímuvarnanefnd

1827. fundur 08. febrúar 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 8. febrúar 2000.


Ár 2000, 8.febrúar kl. 16.15 var haldinn fundur í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar að Glerárgötu 26.
Mættir voru undirritaðir.

Þetta gerðist:

1. Farið yfir uppkast að samþykktum fyrir áfengis- og vímuvarnanefnd og rætt um samþykktir í bæjarstjórn um tilhögun skipunar áfengis- og vímuvarnanefndar.
Samþykkt að formaður leggi drögin fyrir bæjarstjóra og bæjarráð við fyrsta tækifæri.

2. Formaður greindi frá samstarfi sínu við foreldravaktina og foreldrafélögin um fræðslu fyrir foreldra í samstarfi við SÁAN og felur nefndin formanni að finna áfram að verkefninu.

3. Nefndin leggur áherslu á að fá starfsmann í hlutastarf, strax og opinbert skipulag nefndarinnar liggur fyrir.

4. Nefndin lýsir áhuga sínum á að koma fréttum um forvarnir og vímuvarnamál í fréttabréf Akureyrarbæjar.

5. Ræddar voru niðurstöður vinnuhóps um "Halló Akureyri" og leggur nefndin ríka áherslu á að farið verði að þessum tillögum.

6. Önnur mál.

a) Formaður kynnti væntanlegt samstarf sveitarfélaga á vegum Eyþings um forvarnir.

Fleira gerðist ekki og fundi slitið kl. 18.05.

Kristín Sigfúsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Sigrún Finnsdóttir
Jón Arnþórsson
Jón V. Guðlaugsson
Haukur Grettisson
Rut Petersen