Áfengis- og vímuvarnanefnd

1778. fundur 29. ágúst 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 29. ágúst 2000.


2. fundur.

Ár 2000, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 16.15 kom áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar saman til fundar. Fundurinn var haldinn að Glerárgötu 26.

Þetta gerðist:

1. Rætt um ráðningu forvarnarfulltrúa.
Samþykkt að formaður ásamt sviðsstjóra félagssviðs mæti á fundi, sem halda á n.k. miðvikudag og boðað er til á vegum K.A., Akureyrarkirkju og Sýslumannsembættisins.

2. Erindi frá Þórhalli Arnórssyni kt.: 291155-5379, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir "Café Amour", Ráðhústorgi 9.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

3. Rætt um s.l. verslunarmannahelgi og telur nefndin að þar stefni í rétta átt.

4. Lögð fram lögregluskýrsla vegna kæru nefndarinnar, sbr. fundargerð nefndarinnar 14. september 1999. Fram kemur í skýrslunni að ósk nefndarinnar um rannsókn málsins var ekki að ástæðulausu.

5. Önnur mál.
Rætt um fundatíma og fundadaga, en engin ákvörðun tekin.
Samþykkt þó að næsti fundur verði í upphafi september-mánaðar.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.10.

Þorgerður Þorgilsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
Jóhann Sigurjónsson
Jón Oddgeir Guðmundsson