Áfengis- og vímuvarnanefnd

1781. fundur 17. júlí 2000

Áfengis- og vímuvarnanefnd 17. júlí 2000.


1. fundur.

Ár 2000, mánudaginn 17. júlí kl. 17.00 kom áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar saman til fundar. Fundurinn var haldinn að Glerárgötu 26.
Hér er um að ræða nýskipaða nefnd og er hún þannig skipuð:
Aðalmenn: Varamenn:
Þorgerður Þorgilsdóttir, formaður Karen Malmquist
Jón Viðar Guðlaugsson Jón Oddgeir Guðmundsson
Guðmundur Jóhannsson Erla Oddsdóttir
Jón Arnþórsson Inga Einarsdóttir
Jóhann Sigurjónsson Helga Rósantsdóttir

Þetta gerðist:

1. Rætt um starf nefndarinnar.
Frestað til næsta fundar að kjósa ritara.

2. Ætlað var að ræða um erindi frá Önnu Hildi Guðmundsdóttur v/vínveitingaleyfis fyrir veitingastaðinn "Línukaffi", Hafnarstræti 104. Þar sem bæjarráð hefur veitt umrætt leyfi vill áfengis- og vímuvarnanefnd benda á að vínveitingar eru óheimilar utandyra, en telur að gera verði þá kröfu að slík starfsemi verði á afmörkuðu svæði, sé hún á annað borð leyfð.

3. Lögð fram Samþykkt fyrir áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 6. júní 2000.

4. Formanni falið að sjá um framkvæmd útdráttar verðlauna vegna getraunar í dreifiblaðinu "Án vímu".

5. Rætt um starfið framundan. Ákvörðun um næsta fund frestað.

Fleira ekki.
Fundi slitið kl. 18.30.

Þorgerður Þorgilsdóttir
Guðmundur Jóhannsson
Jón Oddgeir Guðmundsson
Karen Malmquist
Jón Arnþórsson
Jón Viðar Guðlaugsson
- fundarritari -