Áfengis- og vímuvarnanefnd

1826. fundur 09. nóvember 1999

Áfengis- og vímuvarnanefnd 9. nóvember 1999.


Ár 1999, 9. nóvember kl. 16.15 var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar að Fosshótel KEA. Boðaðir til fundarins voru fulltrúar ýmissa félaga og samtaka sem vinna að forvarnarmálum. Auk nefndarmanna sóttu 14 manns fundinn.
Mættir nefndarmenn: Kristín Sigfúsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Jón Arnþórsson, Jón Viðar Guðlaugsson og Rut Petersen.

Þetta gerðist:

1. Formaður Kristín Sigfúsdóttur bauð fundarmenn velkomna og kynnti fyrirkomulag fundarins.
2. Sturla Kristjánsson sálfræðingur og ráðgjafi á fræðslu- og frístundasviði flutti erindi og kynnti fagteymi í Brekku- og Lundarskólum og sagði frá uppbyggingu starfsdeilda við grunnskólana.
3. Jón Einar Haraldsson skýrði frá starfi "starfsdeildar" sem hefur verið í gangi u.þ.b. 2 vikur, en Jón Einar er nýr starfsmaður "starfsdeildar"
4. Fyrirspurnir og svör.
5. Skipt í umræðuhópa:
1) Foreldrastarf og skólinn, hækkun sjálfræðisaldurs.
2) Samstarf almennings og lögreglu um bætt eftirlit með ólöglegri sölu og dreifingu fíkniefna.
3) Fræðsla til almennings á Akureyri um forvarnarstarf, sem unnið er í bænum og hvatning um aukna ábyrgð í forvarnarstarfi.
4) Kompaníið og þróun þess.
6. Kynntar niðurstöður úr hópastarfi og umræður um niðurstöðurnar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
Rut Petersen
Jón Arnþórsson
Jóhann Sigurjónsson