Áfengis- og vímuvarnanefnd

1825. fundur 26. október 1999

Áfengis- og vímuvarnanefnd 26. október 1999.


Ár 1999, 26. október var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar.
Formaður bauð nefndarmenn velkomna og kynnti nýjan nefndarmann Rut Petersen, kt.: 020158-3799, sem kemur í stað Guðrúnar Magnúsdóttur.
Mættir: Kristín Sigfúsdóttir, Jón Viðar Guðlaugsson, Rut Petersen, Haukur Grettisson og Jón Arnþórsson.

Þetta gerðist:

1. Bréf frá Jafnréttisnefnd, þar sem óskað er eftir umræðu um bókun nefndarinnar varðandi "nektardanstaði og klámvæðingu".
Samþykkt að formaður áfengis- og vímuvarnanefndar taki þátt í samvinnu um opinn borgarafund um þetta mál.

2. Ályktun til bæjarstjórnar vegna útgáfu á leyfum til veitinga- og skemmtistaða.

"Áfengis- og vímuvarnanefnd beinir þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Akureyrar að hún láti kanna hvort það standist ákvæði þeirra laga sem um starfsemi þessara staða gilda, að á þeim séu haldnar nektarsýningar og ef svo er hvort og með hvaða hætti bæjarstjórn hyggst beita sér fyrir því að þessum ákvæðum verði breytt."

3. Erindi frá Bubba Mortens, þar sem hann býðst til að ræða við unglinga um eiturlyfjaneyslu og forvarnarstarf. Áætlaður kostnaður nefndarinnar yrði 45 þúsund kr.
Nefndin sér ekki ástæðu til að þiggja þetta boð.

4. Undirbúningur undir fund 9. nóvember n.k. á Fosshótel KEA og hugmyndir um áframhaldandi vinnu.

5. Önnur mál.
Umræður um næsta fund, starfið framundan o.fl.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
Jón Arnþórsson
Haukur Grettisson
Rut Petersen