Áfengis- og vímuvarnanefnd

1824. fundur 14. september 1999

Áfengis- og vímuvarnanefnd 14. september 1999.


Ár 1999, 14. september var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar. Fundurinn var haldinn á venjulegum stað og hófst kl. 16.15.
Mættir voru: Kristín Sigfúsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Sigrún Finnsdóttir, Guðrún J. Magnúsdóttir, Jón Arnþórsson og Jón Viðar Guðlaugsson. Sturla Kristjánsson sat einnig fundinn. Haukur Grettisson mætti einnig á fundinn.

Þetta gerðist:

1. Framtíð foreldravaktarinnar.

Nokkur óvissa ríkir um þetta, þar sem Vigdís Steinþórsdóttir hyggst hætta sem leiðtogi þessa starfs, en Vigdís hefur mörg undanfarin ár verið aðal driffjöðrin í þessu mikilvæga starfi.
Nefndin telur starf foreldravaktarinnar mikilvægt forvarnarstarf og felur formanni nefndarinnar að ræða við Vigdísi með hvaða hætti væri mögulegt að halda þessu starfi áfram og telur nauðsynlegt að lagt verði fjármagn til þessa starfs.

2. Rætt um fund, sem nefndin gengst fyrir og haldinn verður 12. október n.k. á Hótel KEA.

3. Umræður um heimasíðu nefndarinnar og hvort ekki væri mögulegt að fá "inni" á heimasíðu bæjarins, þar sem nefndin kemur á framfæri upplýsingum og einnig væri mögulegt að koma spurningum og upplýsingum til nefndarinnar.
Jóhanni Sigurjónssyni falið að kanna þetta mál.

4. " Halló Akureyri".

Nefndarmönnum hafa borist athugasemdir vegna dansleikjahalds í KA-heimilinu.
Nefndin felur formanni að fara þess á leit við sýslumann, að fram fari opinber rannsókn á því hvernig staðið var að umræddu skemmtanahaldi.
Umræður urðu um "Halló Akureyri" og er nefndin sammála um að "Hallóið" sé komið til þess að vera, en áfram verði að vinna að því að bæta framkvæmd hátíðarinnar.

5. Önnur mál.

Guðrún J. Magnúsdóttir víkur úr nefndinni vegna brottflutnings úr bænum.
Formaður þakkaði henni samstarfið og árnaði henni heilla á öðrum vettvangi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Guðrún J. Magnúsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Sigrún Finnsdóttir
Haukur Grettisson
Jón Arnþórsson
Jón Viðar Guðlaugsson