Áfengis- og vímuvarnanefnd

1823. fundur 17. ágúst 1999

Áfengis- og vímuvarnanefnd 17. ágúst 1999.Ár 1999, 17. ágúst var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar. Fundurinn hófst kl. 16.15. Mætt voru Kristín Sigfúsdóttir, Jón Arnþórsson, Sigrún Finnsdóttir, Haukur Grettisson, Jón Viðar Guðlaugson og Inga Einarsdóttir varamaður Jóhanns Sigurjónssonar. Gestur fundarins var Ragna Dóra Ragnarsdóttir, upplýsingafulltrúi K.A.O.N. ( Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis ).

Þetta gerðist

1. Ragna dreifði og kynnti skýrslu um forvarnardaga 28. og 29. júní og 20. júlí, fyrir ungmenni í unglingavinnu Akureyrarbæjar. Ragna svaraði spurningum og talsverðar umræður urðu um skýrsluna.
Nefndin styrkti þetta verkefni með 150 þús kr.
2. Haukur Gretttisson skýrði frá sumarátaki Frostrásarinnar og skýrði hugmyndir um framhaldið.
3. Erindi frá 4. árs hjúkrunarnemum um fjárhagsstuðning vegna blaðaútgáfu.
Beiðninni var synjað.
4. Sturla Kristjánsson mætti á fundinn og flutti nefndinni yfirlit og áætlun um störf ráðgjafa á fræðslu og frístundarsviði, næstu tvö ár.
5. Fjárhagsstaða nefndarinnar rædd. Óráðstafað virðist nálægt 470 þúsund krónur. Frá þeirri upphæð dragast svo nefndarlaun.
6. Undirbúningur undir fund um forvarnarstarf á Akureyri. Rætt var efni bréfs sem sent verður út sem inniheldur hugmyndir um efni fundarins og hverjir myndu sækja hann. Fundurinn er áætlaður 12. október n.k. að Fosshóteli KEA.
7. Önnur mál.
a) Umræður um næsta fund og fleira. Næsti fundur áætlaður 13. september.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Inga Einarsdóttir
Jón Arnþórsson
Sigrún Finnsdóttir
Haukur Grettisson
Jón Viðar Guðlaugsson