Áfengis- og vímuvarnanefnd

1822. fundur 22. júní 1999

Áfengis og vímuvarnanefnd 22. júní 1999.

Ár 1999, þann 22. júní var haldinn fundur í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar.
Mætt voru: Guðrún F. Magnúsdóttir, Jón Viðar Guðlaugsson, Haukur Grettisson, Sigrún Finnsdóttir og Helga Rósantsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Samstarfsverkefni forvarnarstarfs, Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og Tóbaksvarnaráðs er farið af stað, Ragna Ragnarsdóttir, hefur umsjón með námskeiðum.
2. Hvatningarátak sveitarfélaga sem halda á áfram með og fleiri sveitarfélög komin með í slaginn.
3. Sumarátak á Frostrásinni: Haukur skilar inn tillögu, beinagrind að dagskrá sem stendur í 5 vikur eða fram yfir verslunarmannahelgi. (meðf.)
Samþykkt.
4. Viðurkenning til forvarnaátaks Síðuskóla, en þar var sýning á kosningardaginn. Sendur var blómvöndur.
5. Beiðni frá Byrginu um styrk til reksturs áfangaheimilis og vegna stofnkostnaðar við opnun og standsetningu Rockville á Sandgerðisheiði.
Samþykkt að leggja kr. 50.000 til þessa verkefnis.
6. Haukur Grettisson ætlar að sýna þeim nemendum Síðuskóla sem fengu verðlaun í keppni forvarnaátaksins, athygli í dagskrá Frostrásarinnar
7. Önnur mál:
Haukur kynnir hugmynd sem komið hefur fram um að setja upp heimasíðu á landsvísu, sjálfboðaliðar eru til staðar í tæknivinnu t.d. frá E.S.T.
Hugmyndin að hægt væri að senda e-mail með upplýsingum sem ekki væri hægt að rekja til sendanda. Samþykkt að Haukur afli upplýsinga án skuldbindinga og leggi fyrir á næsta fund.
Lögreglan sendir miða til kynningar, sem þeir ætla að dreifa.
Rætt um 30 manna fund sem er á skipulagi í lok september byrjun október.
Næsti fundur 31. ágúst (áætlaður).
Fundi slitið kl. 17.15.
Jón Viðar Guðlaugsson
Guðrún Jónína Magnúsdóttir
Helga Rósantsdóttir
Sigrún Finnsdóttir
Haukur Grettisson