Áfengis- og vímuvarnanefnd

2672. fundur 02. maí 1998

Áfengis- og vímuvarnanefnd 2. apríl 1998.


Ár 1998, 2. apríl var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar, á venjulegum stað og tíma.
Mætt voru: Kristín Sigfúsdóttir, Sigrún Lárusdóttir, Jón Oddgeir Guðmundsson, Jón Viðar Guðlaugsson og Þorsteinn Þorsteinsson (varamaður).
Formaður Kristín Sigfúsdóttir bauð nefndarfólk velkomið og rakti í stórum dráttum ráðstefnuna, sem haldin var á Húsavík 12. mars s.l.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram beiðni um styrk frá tímaritinu "Áhrif" sem er tímarit um vímuefnamál, sem gefið er út af Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, FRÆ.

Samþykkt að styrkja útgáfuna með kr. 10.000.

2. Erindi frá Stefáni Jóhannssyni ráðgjafa hjá "Vímulausri æsku" þar sem kynnt er námsefni fyrir börn og foreldra, þar sem vímuefnavandi er í fjölskyldum.

Stefán býðst til að koma og kynna námsefnið.
Nefndin felur Sturlu Kristjánssyni ráðgjafa félags- og fræðslusviðs að kanna þörf fyrir slíkt námsefni hér.

3. Lagt fram erindi frá Krabbameinsfélaginu og Tóbaksvarnanefnd varðandi reykingar 14-16 ára barna með tilliti til sumarvinnu. Lagt er til að aðeins verði ráðnir í vinnu þeir sem reykja ekki eða nota ekki tóbak (í munn eða nef).

Nefndin er sammála um skaðsemi reykinga og telur nauðsynlegt að taka á þeim málum, en telur ekki rétt að neita unglingum um vinnu á þeim forsendum. Hins vegar styður nefndin eindregið að reykingafólki á umræddum aldri sé gefinn kostur á fræðslu og jafnvel námskeiði, til þess að hætta reykingum.
Nefndin leggur áherslu á að reykingabindindi gildi, þar sem hópurinn er saman kominn á vegum sumarvinnu, enda þótt í tómstundum sé.

4. Erindi frá Þórhalli Arnórssyni, kt.: 291155-5379, þar sem sótt er um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir "Sjallann" Geislagötu 14, Akureyri.

Nefndin leggst ekki gegn endurnýjun leyfisins.

5. Erindi frá Vilhelm Ágústssyni, kt.: 301037-3259, þar sem sótt er um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir veitingastofuna "Turninn" í Blómavali.

Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

6. Erindi frá Jóni P. Tryggvasyni, kt.: 180367-5439, þar sem sótt er um leyfi til vínveitinga í veitingahúsi að Strandgötu 13, Akureyri.

Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

7. Nefndinni barst afrit af bréfi til bæjarstjóra, þar sem áætlunin um Ísland án eiturlyfja árið 2002, kynni rannsókn sem fram á að fara í grunnskólum landsins á neyslu á áfengi, tóbaki og vímuefnum, 8.- 10. bekk.

Nefndin fagnar því að þessi könnun fari fram, því hún muni gefa vísbendingar um hvort árangur hafi náðst í forvarnarstarfi því niðurstöður verða bornar saman við fyrri kannanir, en nefndin leggur ekki fjármagn til þessara kannana, en mun hins vegar taka þátt í að kynna niðurstöður.

8. Nefndin stóð fyrir fundi með foreldravaktinni og foreldrafélögunum, þar sem Þórólfur Þórlindsson kynnti niðurstöður úr könnun "Ung 97" um vímuefnaneyslu ungmenna. Var gerður mjög góður rómur að þessum fundi þótt hann hefði mátt vera fjölsóttari.


9. Formaður lagði fram blað með nokkrum punktum um helstu áherslur í áfengis- og vímuvarnamálum. Bað nefndarfólk að skoða plaggið og bæta við og breyta, eftir atvikum.

10. Þorsteini Þorsteinssyni er falið að semja við útvarpsstöðina "Frostrásina" að senda út hvatningarorð til barna og ungmenna um bindindissemi í "prófa-tíðinni".


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
Sigrún Lárusdóttir
Jón Oddgeir Guðmundsson
Þorsteinn Þor-s-teins-son