Áfengis- og vímuvarnanefnd

2671. fundur 08. september 1998

Áfengis- og vímuvarnanefnd 8. september 1998.


Ár 1998, þann 8. september var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar. Fundurinn var haldinn að Glerárgötu 26 og hófst kl. 16.15.
Mætt voru: Kristín Sigfúsdóttir, Jón Viðar Guðlaugsson, Jóhann Sigurjónsson, Ólöf Ananíasdóttir, Óttar Erlingsson og Helga Rósantsdóttir. Auk þess sat fundinn Sturla Kristjánsson starfsmaður (ráðgjafi) fræðslu- og frístundasviðs Akureyrarbæjar.
Nefndarmenn höfðu áður fengið send ítarlega greinargerð frá Sturlu um forvarnir.
Kristín Sigfúsdóttir setti fundinn og gat þess að einn nefndarmanna, Sæunn Guðmundsdóttir væri flutt úr bænum og þyrfti að skipa aðalmann í stað hennar.

Þetta gerðist:

1. Sturlu Kristjánsson fékk orðið og skýrði áður send gögn og flutti mjög fróðlega tölu um hinar ýmsu forvarnir og mál tengd starfi hans.
Umræður og fyrirspurnir, sem Sturla svaraði.
Nefndarfólki þótti hugmyndir Sturlu athyglisverðar og styðja eindregið hugmyndir hans og tilraunaverkefni.

2. Bréf frá Snjólaugu Stefánsdóttur og Ingibjörgu Broddadóttur, þar sem skýrðar eru hugmyndir og minnt á verkefnið "Ísland án eiturlyfja".

3. Bréf frá verkefnisstjóra samstarfsnefndar Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir.
Nefndin samþykkir að styrkja "Útivistarátak" samstarfsnefndarinnar með kr. 50.000, sem greiddar yrðu á næsta ári.

4. Sýnt var "Fréttabréf Félagsmálaráðuneytisins", þar sem m.a. er birt framkvæmdaáætlun ráðuneytisins í fíkniefnavörnum.

5. Formaður sagði frá undirbúningi fyrir námskeið fyrir dyraverði og starfsfólk á veitingastöðum.

6. Erindi frá Kristjáni Ármannssyni, kt.: 170544-3749, vegna endurnýjunar á vínveitingaleyfi fyrir Hótel Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn endurnýjun leyfisins.

7. Erindi frá Birgi Þór Karlssyni, kt.: 230269-4329, þar sem sótt er um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir Sunnukrána.
Nefndin leggst ekki gegn endurnýjun leyfisins.

8. Erindi frá Önnu Einarsdóttur, þar sem sótt er um endurnýjun vínveitingaleyfis fyrir Bing-Dao/Renniverkstæðið, Strandgötu 49.
Nefndin leggst ekki gegn endurnýjun leyfisins.

9. Erindi frá Þórhalli Pálssyni, kt.: 220255-3609, þar sem sótt er um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir veitingastofuna, Golfskálanum að Jaðri.
Áfengis- og vímuvarnanefnd ítrekar þá fyrri afstöðu sína að áfengi og íþróttir fari ekki saman, en leggst ekki gegn endurnýjun leyfisins, sé það skilyrt sem léttvínsleyfi, bundið sölu annarra veitinga.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Óttar Erlingsson
Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson
Ólöf Ananíasdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
-fundarritari-