Áfengis- og vímuvarnanefnd

2670. fundur 08. desember 1998

Áfengis- og vímuvarnanefnd 8. desember 1998.


Ár 1998, 8. desember kom áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar saman til fundar að Glerárgötu 26. Fundurinn hófst kl. 16.15. Mætt voru: Kristín Sigfúsdóttir, Jón Viðar Guðlaugsson, Helga Rósantsdóttir, Óttar Erlingsson og Jón Arnþórsson. Auk þess sat Sturla Kristjánsson fundinn. Formaður bauð fundarmenn velkomna og skýrði efni fundarins.

Þetta gerðist:

1. Formaður kynnti fjárhagsstöðu nefndarinnar og ræddi verkefni sem framundan eru. Sagði frá bréfi frá "Ungu fólki gegn vímuefnum", þar sem farið er fram á styrk vegna starfseminnar.
Samþykkt að styrkja starf samtakanna með kr. 10.000 -tíu þúsund 00/100-.

2. Erindi frá "Alnæmissamtökunum á Íslandi", þar sem farið er fram á styrk.
Samþykkt eftir nokkrar umræður að styrkja samtökin með kr. 5.000 -fimm þúsund 00/100-.

3. Bréf frá "Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna", þar sem leitað er eftir stuðningi við útgáfu á forvarnarmyndbandi um misnotkun fíkniefna.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins til næsta árs.

4. Kynnt könnun á notkun og reynslu nýs tóbaksvarnanámsefnis Krabbameinsfélagsins og Tóbaksvarnanefndar.
Sturlu Kristjánssyni falið að kanna þörf fyrir námskeið til að kenna námsefnið um tóbaksvarnir, fyrir kennara á Akureyri.

5. Rætt og samþykkt að greiða ferðastyrk rannsóknarlögreglumanns til Noregs og Danmerkur á námskeið og ráðstefnu um fíkniefnaleit, um allt að kr. 70.000 -sjötíuþúsund 00/100-.

6. Samþykkt að birta auglýsingu/jólakveðju frá nefndinni eins og undanfarin ár, í "Dagskránni". Einnig að verja 25.000 krónum með vsk. til auglýsinga á "Frostrásinni" eins og fyrir síðustu jól.

7. Kynnt efni frá ráðstefnunni "Vímuvarnir á villigötum", niðurstöður hópastarfs.

8. Önnur mál.


Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Sturla Kristjánsson
Jón Viðar Guðlaugsson
Óttar Erlingsson
Jón Arnþórsson
Helga Rósantsdóttir