Áfengis- og vímuvarnanefnd

2669. fundur 11. febrúar 1998

Áfengis- og vímuvarnanefnd 11. febrúar 1998.


Ár 1998, þann 11. febrúar var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar.
Mætt voru: Kristín Sigfúsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Jón Oddgeir Guðmundsson, Hanna Björg Jóhannesdóttir, Sigrún Lárusdóttir, Kolbrún Geirsdóttir og Jón Viðar Guðlaugsson.
Formaður Kristín Sigfúsdóttir bauð nefndarfólk velkomið og rakti ýmis atriði, sem komið hefðu á hennar borð síðan á síðasta fundi þann 9. desember s.l.

Þetta gerðist:

1. Gerð grein fyrir ýmiskonar áróðri gegn áfengi og vímuefnum í prentuðu máli og töluðu í útvarpinu "Frostrásinni". Fram kom ánægja með "jólakveðju" sem nefndin sendi frá sér í "Dagskránni".
Formaður gat þess að hún hefði setið fund með Snjólaugu Stefánsdóttur verkefnisstjóra fyrir "Vímulaust Ísland árið 2000", til að undirbúa ráðstefnu á Húsavík 26. febrúar n.k. um sameiginlegt forvarnarstarf í kjördæminu. Þar mun Þórólfur Þórlindsson skýra frá niðurstöðu úr könnun á vímuefnaneyslu ungmenna í kjördæminu.
Formaður mælist eindregið til þess að allir nefndarmenn mæti á ráðstefnuna, því þar mun m.a. lagður grunnur að forvarnarstarfi næstu 3ja ára.

2. Erindi frá Páli L. Sigurjónssyni, kt.: 141061-5779, f.h. Fosshótel Kea, þar sem hann sækir um vínveitingaleyfi fyrir hótel og veitingastað að Hafnarstræti 87-89.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

3. Upplesin og framlögð ýmis bréf um tilboð m.a. frá "Lykill að Eyjafirði".
Ekki talið í verkahring nefndarinnar að sinna þessum erindum frekar.

4. Fyrirhugað er að halda námskeið 14. mars n.k. fyrir foreldra á "Foreldravaktinni" og fleiri aðila. Þar mun Þórólfur Þórlindsson halda fyrirlestur. Undirbúningur námskeiðsins er í höndum Kristínar Sigfúsdóttur, Sturlu Kristjánssonar og Vigdísar Steinþórsdóttur. Lagt er til að áfengis- og vímuvarnanefnd leggi fram 30 þúsund krónur vegna kostnaðar við námskeiðið, m.a. vegna komu Þórólfs.

5. Formaður útbýtti skýrslu um forvarnarstarf á Akureyri og helstu áhersluþætti í starfi nefndarinnar í fortíð, nútíð og framtíð. Dreifði einnig blaði með umræðupunktum vegna ráðstefnunnar á Húsavík 26. febrúar.
Umræður um ráðstefnuna m.a. um þátttöku nefndarmanna í umræðuhópum o.fl.

6. Önnur mál.
Umræður um starfið o.fl.

Fleira ekki.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
Hanna Björg Jóhannesdóttir
Kolbrún Geirsdóttir
Guðmundur Gunnarsson
Jón Oddgeir Guðmundsson
Sigrún Lárusdóttir