Áfengis- og vímuvarnanefnd

2668. fundur 12. mars 1998

Áfengis- og vímuvarnanefnd 12. mars 1998.


Ár 1998, þann 12. mars fór áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar til Húsavíkur á ráðstefnu um forvarnir á Norðurlandi eystra. Ráðstefnan var haldin á Hótel Húsavík og ber yfirskriftina "Við getum betur". Ráðstefnan hófst kl. 12.00 á hádegi og stóð til kl. 18.00.
Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar stóð að þessari ráðstefnu að hluta og var dagskrá ráðstefnunnar sem hér segir:
12.00 – 13.00: Skráning þátttakenda.
13.00 – 13.15: Ávarp Einars Njálssonar bæjarstjóra á Húsavík.
13.15 – 13.30: Ísland án eiturlyfja 2002 - Snjólaug Stefánsdóttir.
13.30 – 14.30: Fíkniefnaneysla unglinga - Dr. Þórólfur Þórlindsson verkefnisstjóri.
14.30 – 14.45 Forvarnarstarf á Akureyri – Kristín Sigfúsdóttir.
14.45 – 15.00: Forvarnarstarf á Dalvík – Halldór Guðmundsson.
15.00 – 15.15: Forvarnarstarf á Húsavík – Soffía Gísladóttir.
15.15 – 15.30: Sveitarfélagaverkefni SÁÁ – Ingi Bæringsson.
15.30 – 17.00: Málstofur.
17.00 – 18.00: Niðurstöður frá málstofu og umræður.
18.00: Ráðstefnuslit.
Eftirtaldir nefndarmenn sátu ráðstefnuna: Kristín Sigfúsdóttir, Kolbrún Geirsdóttir, Jón Viðar Guðlaugsson, Jón Oddgeir Guðmundsson.


Kristín Sigfúsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
Kolbrún Geirsdóttir
Jón Oddgeir Guðmundsson