Áfengis- og vímuvarnanefnd

2667. fundur 18. maí 1998

Áfengis- og vímuvarnanefnd 18. maí 1998.


Ár 1998, 18. maí var fundur haldinn í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar. Þar sem um síðasta fund nefndarinnar er að ræða voru varamenn einnig boðaðir á fundinn.
Mætt voru Kristín Sigfúsdóttir, Hanna Bj. Jóhannesdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Sigrún Lárusdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Kolbrún Geirsdóttir, Jón Oddgeir Guðmundsson, Davíð Kristjánsson, Erla Oddsdóttir og Jón Viðar Guðlaugsson.
Formaður setti fundinn og bauð nefndarmenn velkomna.

Þetta gerðist:

1. Erindi frá Jóni Ragnarssyni kt.: 290639-3489, vegna Hótels Norðurlands, þar sem sótt er um endurnýjun vínveitingaleyfis.

Nefndin leggst ekki gegn endurnýjun leyfisins.

2. Erindi frá Héðni Bech, kt.: 160746-6029, þar sem sótt er um endurnýjun vínveitinga-leyfis Veitingahússins Fiðlarans.

Nefndin leggst ekki gegn endurnýjun leyfisins.

3. Erindi frá Jónasi Hvannberg, kt.: 021253-3839, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi vegna Hótel Eddu, Menntaskólanum á Akureyri.

Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

4. Erindi frá Sigmundi R. Einarssyni, kt.: 150248-2219, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir veitingastofu að Hafnarstræti 96.

Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar sem umræddur veitingastaður hefur ekki verið skoðaður og samþykktur af umsagnaraðilum.

5. Lesið bréf frá F.Í.F., Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna, þar sem leitað er eftir stuðningi við útgáfu á fræðsluritinu "Útlit fíkniefnaneytenda og einkenni".

Samþykkt að veita kr. 10.000 til verkefnisins.

6. Rætt var um störf nefndarinnar á liðnu kjörtímabili og farið yfir helstu áhersluþætti í forvarnarstarfi.

Nefndin hvetur til þess að áfram verði unnið að því markmiði, að gera grunnskólann vímulausan. (Sjá meðfylgjandi fylgiskjal, merkt (7).

7. Formaður Kristín Sigfúsdóttir þakkaði nefndarfólki og varamönnum gott og árangursríkt samstarf.

Guðmundur Gunnarsson þakkaði formanni röggsama formennsku og ánægjulegt samstarf.
(Tekið skal fram að fundarstaður var Bing-Dao.)


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Þorsteinn Þorsteinsson
Jón Viðar Guðlaugsson
Davíð Þ. Kristjánsson
Hanna Björg Jóhannesdóttir
Erla Oddsdóttir
Sigrún Lárusdóttir
Guðmundur Gunnarsson
Kolbrún Geirsdóttir
Jón Oddgeir Guðmundsson