Áfengis- og vímuvarnanefnd

2666. fundur 25. júní 1998

Áfengis- og vímuvarnanefnd 25. júní 1998.


Ár 1998, 25. júní kl. 16.00 kom nýkjörin áfengis- og vímuvarnanefnd saman til fyrsta fundar. Fundurinn var haldinn að Glerárgötu 26.

Aðalmenn og varamenn í nefndinni eru:
Aðalmenn: Varamenn:
Haukur Grettisson Jón O. Guðmundsson
Jón Viðar Guðlaugsson Erla Oddsdóttir
Guðrún J. Magnúsdóttir Ólöf Ananíasdóttir
Sæunn Guðmundsdóttir Óttar Gautur Erlingsson
Jón Arnþórsson Helga Rósantsdóttir
Jóhann Sigurjónsson Inga Einarsdóttir

Mætt voru: Kristín Sigfúsdóttir (formaður nefndarinnar, tilnefnd af ráðherra), Jón Viðar Guðlaugsson, Inga Einarsdóttir (varamaður Jóhanns Sigurjónssonar), Guðrún J. Magnúsdóttir, Helga Rósantsdóttir (varamaður Jóns Arnþórssonar). Formaður bauð nefndarfólk velkomið og lagði til að Jón Viðar tæki að sér ritarastörf og Guðrún J. Magnúsdóttir yrði til vara. Hún kynnti síðan störf nefndarinnar fyrir nýjum nefndarmönnum og rakti ýmis mál í fortíð og framtíð.

Þetta gerðist:

1. Erindi frá Sigmundi Rafni Einarssyni, kt.: 180248-2219, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir veitingastofu að Hafnarstræti 96, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

2. Erindi frá Inga Þ. Ingólfssyni, kt.: 040973-4439, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaðinn "Ráðhúskaffi" Ráðhústorgi 7, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

3. Erindi frá Vigni Má Þormóðssyni, kt.: 070967-5299, þar sem hann sækir um viðbótarvínveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn "Café Karolína" Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

4. Önnur mál.
Formaður taldi mjög áríðandi að nefndin gerði sér 3ja ára framkvæmdaáætlun í forvarnarmálum sem allra fyrst. Ætlunin hafði verið að Savar Sigurðsson mætti á fundinn og kynnti starf sitt, en hann hefur unnið mikið og gott starf að forvörnum. Svavar mætti í lok fundarins og sagði frá starfi sínu og átaki í forvarnarstarfi, sem miðar að því að byrja nógu snemma og halda síðan áfram með alla aldurshópa. Kynnti ástand mála á Suðurnesjum, þar sem hann taldi ástand mun verra en hér hjá okkur. Ákveðið að fresta kosningu "gjaldkera" til næsta fundar sem áætlaður er í ágúst.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.

Kristín Sigfúsdóttir
Jón Viðar Guðlaugsson
Guðrún J. Magnúsdóttir
Inga Einarsdóttir
Helga Rósantsdóttir