Skýrsla bæjarstjóra 6/3/2019-19/3/2019

Mynd frá undirritun samnings við Hestamannafélagið Létti.
Mynd frá undirritun samnings við Hestamannafélagið Létti.

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.
Flutt á fundi bæjarstjórnar 19. mars 2019.

6. mars: Undirskrift samnings um áframhaldandi stuðning við Vísindaskóla unga fólksins sem er í umsjón Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

7. mars: Undirritun á nýjun rekstrarsamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar.

7. mars: Fundur um brunavarnir í Eyjafirði með nágrannasveitarfélögunum.

8. mars: Undirritun á rekstrarsamningum við Hestamannafélagið Létti og Skautafélag Akureyrar. Þess má geta að karlalið Skautafélag Akureyrar fagnaði um helgina Íslandsmeistaratitli í íshokkí með sigri á SR.

8. mars: Undirritaði samningi Akureyrarbæjar og Advania um hýsingi og rekstur á tölvukerfi bæjarins næstu fimm árin.

11. mars: Fundur með oddvitum meirihluta framkvæmdastjóra KEA um næstu skref varðandi viðbyggingu við flugvöllinn á Akureyri.

12. mars: Undirrituð og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar heimsóttu MS þar sem Kristín Halldórsdóttir mjólkurbústjóri MS á Akureyri fór yfir starfsemi fyrirtækisins.

12. mars: Tók á móti stjórnendum Arion banka, Höskuldi Ólafssyni bankastjóra, Inga Steinari Ellertsyni svæðis- og útibússtjóra á Akureyri, Sverre Jakobsson forstöðumanni fyrirtækja og viðskipta og Snæfríði Marteinsdóttur viðskiptastjóra.

13. mars: Aðalfundur Flokkunar fór fram í húsnæði Norðurorku.

14. mars: Talaði á málþinginu Karla og krabbamein sem fram fór í Hofi og var á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Krabbameinsfélags Íslands, Norðurorku, N4, Akureyrarstofu og JMJ Herradeild. Vil nýta líka tækifærið hér til að hvetja karlmenn til að fara í skoðun og ykkur konur til að hvetja ykkar menn til draga það ekki að fara í skoðun.


15. mars: Átti fund með Guðmundi Hauki Sigurðarsyni framkvæmdastjóra Vistorku og Sigurð Friðleifsson framkvæmdastjóra Orkuseturs.

15. mars: Átti fund með Ingu Hlín Pálsdóttur forstöðumanni hjá Íslandsstofu.

15. mars: Kom við á Ráðhústorgi í hádeginu þar sem fjöldi ungmenna komu saman til að mótmæla aðgerðarleysi í loftlagsmálum.

15. mars: Hlustaði á erindi Grétars Þórs Eyþórssonar prófessors um eflingu sveitarstjórnarstigsins með sameiningum sveitarfélaga 1993 og 2005: Strategíur, átakalínur og árangur.

15. mars: Undirrituð og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar sátu fund með Eyjólfi Guðmundssyni háskólarektor Háskólans á Akureyri og Rannveigu Björnsdóttur forseta viðskipta og raunvísindasviðs.

15.mars: Átti fund með fyrrum bæjarstjóra á Akureyri Sigrúnu Björk Jakobsdóttur sem nú er framkvæmdastjóri flugvallarsviðs ISAVIA.

16. mars: Tók þátt í skíðagöngumótinu Í fótspor Þórunnar hyrnu í Hlíðarfjalli. Má segja frá því að ég tók á móti fjölda gesta til mín um helgina sem voru á hinu svokallaða Goðamóti sem haldið var í Boganum um helgina. Mikill fjöldi gesta sem voru hér um helgina á glæsilegu knattspyrnumóti hjá ungum drengjum. Það var frábært að sjá hversu margir gestir voru í fjallinu um helgina en ekki síður hversu margir gestir voru á Akureyri svona um hávetur. Það er ástæða til að minna á að Akureyri er líklega vinsælasti áfangastaður íslenskra fjölskyldna yfir vetrartímann í skólafríum og um helgar.

18. mars Átti fund með Hestamannafélaginu Létti ásamt formanni Umhverfis og mannvirkjaráðs, skipulagsstjóra og Tómasi Haukssyni.

Þá var sviðsstjórafundur haldinn í dag þar sem rætt var helst um fjárhags og starfsáætlunarvinnu, innleiðingu Lean, stuðning við stjórendur og fræðslu.
Auk þess hef ég átt sl vikur starfsþróunarsamtöl við sviðsstjóra Akureyrarbæjar og sömuleiðis á ég reglulega fundi með sviðsstjórunum til þess að ræða verkefni þeirra hverju sinni.