Skýrsla bæjarstjóra 4/9-2019-17/9/2019

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 17. september 2019.

4. september: Fundur með fulltrúum Landsnets vegna vinnu á mati umhverfisáhrifa fyrir Blöndulínu 3. Sat þennan fund ásamt bæjarfulltrúunum Guðmundi Baldvin Guðmundssyni, Höllu Björk Reynisdóttur og Hildu Jönu Gísladóttur.

4. september: Var gestur í afmæliveislu leikskólans Tröllaborgir sem fagnaði 15 ára afmæli.

6. september: Sat aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór á Grand hóteli í Reykjavík.

7. september: Tók þátt í málstofu á Lýsu-Rokkhátíð samtalsins sem fram fór 6. og 7. september í Hofi. Umrædd málstofa var um þátttöku barna og var skipulögð af umboðsmanni barna í samstarfi við frístunda- og forvarnadeild Akureyrarbæjar.

9. september: Átti fund með fulltrúum hestamanna frá hestamannafélaginu Létti.

9. september: Sat kynningarfund um tillögur að uppbyggingu á athafnasvæði á Oddeyri. 

10. september: Fundur með Vegagerðinni um skilavegi en Borgarbrautin er t.d. dæmi um slíkan veg.

12. september: Fundur um flugstefnu með Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fundinn sóttu einnig bæjarfulltrúar.

12. september: Flutti ávarp í móttöku í Listasafninu í tengslum við ráðstefnuna "Opportunities and challenges for future regional development" sem haldin var í Háskólanum á Akureyri á vegum samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins, Byggðastofnunar og Nordregio.

13. september: Fundur með Pétri Magnússyni formanni samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

13. september: Opnun á B-álmu í Glerárskóla eftir allsherjar endurbætur sem hafa tekist mjög vel.
 
16. september: Afar ánægjuleg undirritun í Lystigarðinum þar sem Akureyrarbær, Festa og 19 fyrirtæki og stofnanir í bænum skrifuðu undir samkomulag sem felur í sér að FESTA mun aðstoða með því að leggja til tól og þekkingu til vinna að loftlagsmarkmiðum sveitarfélagsins. Verkefnið fellur undir Umhverfisstefnuna og markmið bæjarins um kolefnishlutleysi.

17. september: Hitti fulltrúa Aflsins ásamt Guðmundi Baldvin Guðmundssyni bæjarfulltrúa í Gamla spítala þar sem starfsemi þeirra er til húsa.