Skýrsla bæjarstjóra 20/2/2019-5/3/2019

Frá vinstri: Þura Björgvinsdóttir, Ásthildur Sturludóttir, Bergsteinn Jónsson, Gunnborg Petra Jónsdó…
Frá vinstri: Þura Björgvinsdóttir, Ásthildur Sturludóttir, Bergsteinn Jónsson, Gunnborg Petra Jónsdóttir

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 5. mars 2019.

20. febrúar: Fundur með Halldóri Jóhannssýni framkvæmdastjóra KEA.

20. febrúar: Fundur með Axel Grettissyni og Snorra Finnlaugssyni frá Hörgárbyggð þar sem ýmis málefni sveitarfélaganna voru til umræðu.

20. febrúar: Flutti erindi á fundi hjá Rotaryklúbbi Akureyrar um starf bæjarstjórans.

21. febrúar: Átti fund með Helga S. Gunnarssyni hjá Reginn Fasteignafélagi.

21. febrúar: Hitti Arngrím Jóhannsson flugkappa og frumkvöðul.

22. febrúar: Hitti Björn Ingimarsson bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs.

22. febrúar: Heimsótti Öldrunarheimilið Hlíð þar sem kynning var á nýjungum, þróun í dagþjálfun og ráðgjöf á sviðið heilabilunar. Frábært og framsækið starf sem þarna er unnið sem er í samstarfi við ríkið. Sannfærð um að þetta verkefni verður fyrirmynd fyrir þjónustu við eldri borgara í landinu.

25. febrúar: Akureyrarbær fékk afhent merki UNICEF sem barnvænt sveitarfélag og þetta fyrsta sveitarfélagið á landinu sem fær slíkt leyfi. Við Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF undirrituðum samning um áframhaldandi vinnu sveitarfélagsins við að ná markmiðum Barnasáttmálans með metnaðarfullri aðgerðaráætlun sem sjá má á heimasíðu bæjarins.

25. febrúar: Fundur með Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur frá Tröppu þar sem rætt var um menntamál og tækifærin á tímum tækniþróunar.

27. febrúar: Fundur með fulltrúum Norðurorku og Finni Yngva Kristinssyni sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar vegna málefna brúarmannvirkja yfir Eyjafjarðará sunnan við flugvöllinn.

28. febrúar: Fundur með Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Festu-miðstöð um samfélagslega ábyrgð og í kjölfarið undirritun samstarfssamnings um sameiginlegan stuðning um loftlagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu.

28. febrúar: Heimsótti EFLU verkfræðistofu ásamt Tómasi Birni Haukssyni frá UMSA og Pétri Inga Haraldssyni verkefnastjóra skipulagssviðs þar sem við hittum Guðmund Þorbjörnsson framkvæmdastjóra EFLU og Árna Svein Sigurðsson svæðisstjóra auk Friðriku Marteinsdóttur og Árna Gunnars Kristjánssonar. Þar kynnti EFLU fólk starfsemi fyrirtækisins og rætt um verkefni tengd sveitarfélaginu.

4. mars: Heimsótti Viking og skoðaði verksmiðjuna í fylgd Einars S. Magnússonar forstjóra Vífilfells, Baldri Kárasyni bruggmeistara og Júlíu Rós Atladóttur framkvæmdastjóra vörustjórnunarsviðs .

5. mars: Átti fund með Herði Oddfríðarsyni um málefni SÁÁ á Akureyri.