Skýrsla bæjarstjóra 20/11/2019-3/12/2019

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 3. desember 2019.


• 20. nóvember: Dagur barnsins og af því tilefni afhentu þrír fulltrúar ungmennaráðs um 2000 athugasemdir frá grunnskólabörnum á Akureyri, þar sem þau tjáðu sig um hvað þau vilja sjá í sínu nærumhverfi og einnig hvað þau vilja til handa öllum börnum í heiminum.

• 20. nóvember: Fundur með Eyjólfi Guðmundssyni rektor HA og Gunnari Má Gunnarssyni hjá Rannsóknarþingi Norðursins og miðstöð alþjóðasamskipta hjá HA, þar sem umræðuefnið var norðurslóðamál og m.a. svokölluð UArctic ráðstefna sem verður haustið 2020.

• 20. nóvember: Samtöl við Grímseyinga um þeirra sýn á framtíðina héldu áfram í vikunni þar sem undirrituð, og bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Gunnar Gíslason ræddu við íbúa.

• 20. nóvember: Kynning í Brekkuskóla á fjárhagsáætlun næsta árs.

• 21. nóvember: Fundur með Unu Steinsdóttur framkvæmdastjóra viðskiptabanka hjá Íslandsbanka og Jóni Birgi Guðmundssyni útibússtjóra á Akureyri.

• 22. nóvember: Símafundur sem undirrituð og bæjarfulltrúi Hilda Jana Gísladóttir sátu með Hermanni Sæmundssyni skrifstofustjóra í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem umræðuefnið var byggðaáætlun og vaxtarsvæði.

• 22. nóvember: Sat í panel á málþingi Hafsins Öndvegisseturs um vistvænar lausnir í haftengdri starfsemi sem fram fór í Háskólanum á Akureyri.

• 22. nóvember: Tók á móti Janne Jõesaar-Ruusalu sendiherra Eistlands.

• 23. nóvember: Flutti ávarp þegar kveikt var á jólaljósunum á jólatrénu frá Randers, vinabæ okkar í Danmörku.

• 23. nóvember: Þáði boð hjá Hvítasunnukirkjunni á svokallað Kótilettukvöld þar sem m.a. var safnað fyrir Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

• 25. nóvember: Fundur með bæjarfulltrúunum Gunnari Gíslasyni og Höllu Björk Reynisdóttir ásamt Aðalsteini Þorsteinssyni forstjóra Byggðastofnunar um málefni Grímseyjar.

• 27. nóvember: Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar um afhendingu Borgarbrautar og Hlíðarbrautar til sveitarfélagsins.

• 27. nóvember: Afar góð heimsókn að Borgum þar sem bæjarfulltrúar og bæjarstjóri fengu kynningu á starfsemi stofnanna sem fást við norðurslóðamál. Að loknum heimsóknum á stofnanirnar var rætt um Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi.

• 27. nóvember: Undirritaður samning milli Akureyrarbæjar og Íslandsbanka um bankaþjónustu.

• 28. nóvember: Sat árlega samstarfsfund sveitarfélaganna og Lögregluembættisins á Norðurlandi eystra. Þar kom m.a. fram mikil ánægja með löggæslumyndavélar sem settar voru í ár og eru samvinnuverkefni lögreglunnar, Akureyrarbæjar og Neyðarlínunnar.

• 28. nóvember: Hlýddi á Dr. Gunnar Rekvig sem hefur verið ráðinn í stöðu Nansen prófessors sem er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Átti svo samtal við Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur og Friðrik Jónsson sem eru hluti af sérfræðingateymi Íslands í tengslum við formennsku Íslands í Norðurslóðaráðinu.

• 2. desember: Heimsótti Bugðusíðu og skrifaði undir samning við Félag eldri borgara.

• 3. desember. Sat fund um samning vegna ráðgjafaþjónustu og málaflokk fatlaðra og almennt samstarf á þjónustusvæðinu. Fundinn sátu einnig sveitarstjórar hinna sveitarfélaganna í Eyjafirði og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri Fjölskyldusviðs.

• 3. desember: Hitti starfsfólk á búsetusviði sem var með starfsdag þennan dag.