Skýrsla bæjarstjóra 18/9-2019-1/10/2019

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 1. október 2019.

 

Þessar vikurnar einkennast mikið af vinnufundum vegna fjárhagsáætlunar, bæði með stjórnendum bæjarins og bæjarfulltrúum.

17. september: Tók á móti 19 þúsundasta Akureyringnum, honum Benedikt Árna Birkissyni, systur hans Aþenu og foreldrunum Kristjönu Árnýju Árnadóttur og Birkir Rafn Júlíussyni.

18. september: Ávarpaði gesti á ráðstefnu sem haldin var í Háskólanum á Akureyri og bar heitið "Conference on Development of Regions and Organizations Challenge for Economics and Management Sciences".

19. september: Átti fund með Björgu Erlingsdóttur sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps.

19. september: Tók þátt í afar áhugaverðri vinnu í Hofi við mótun nýrrar Sóknaráætlunar Norðurland eystra fyrir árin 2020-2024.

20. september: Heimsótti fyrirtækið Samherja ásamt Höllu Björk Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar, þar sem Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Vilhelmsson tóku á móti okkur.

20. september: Sat ársfund Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

20. september: Formannafundur Krabbameinsfélags Íslands fór fram á Akureyri og þar tók ég til máls um mikilvægi þess að hafa þjónustu, líkt og þá sem Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir, í nærsamfélaginu.

21. september: Átti fund með Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði.

24. september: Hitti í Rósenborg á vinnufundi þátttakendur frá Norðurlöndunum í verkefni sem snýst um kynferðislega áreitni á vinnustöðum í heilbrigðisgeiranum. Sagði m.a. frá nýsamþykktum tillögum okkar hér hjá Akureyrarbæ um siðareglur, hagsmunaskráningu og samskiptasáttmálann.

25. september: Undirrituð og Halla Björk forseti bæjarstjórnar heimsóttu fyrirtækið Kjarnafæði þar sem Eiður Gunnlaugsson og Gunnlaugur Eiðsson tóku á móti okkur.

26. september: Undirrituð og Halla Björk forseti bæjarstjórnar heimsóttu fyrirtækið Stefnu þar sem Matthías Rögnvaldsson fyrrum forseti bæjarstjórnar tók a móti okkur.