Skýrsla bæjarstjóra 17/12/2019-15/1/2020

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 21. janúar 2020.

18. desember: Sat ásamt bæjarfulltrúum kynningu hjá Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, þar sem farið var yfir ýmis verkefni embættisins, verkefni Almannavarnarnefndar og einnig hversu vel öryggismyndavélar sem settar voru upp á síðasta ári hafa gagnast.

18. desember: Fundur hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sem nú heitir SSNE þar sem umfjöllunarefnið var orkuskipti í Grímsey.

19. desember: Fundur um flugmál á vegum Markaðsstofu Norðurlands.


15. janúar: Kom heim með beinu flugi eftir jólafrí erlendis. Get ekki lofað nógsamlega hversu frábært það er að eiga þess kost að geta flogið beint heim og við verðum að halda áfram að berjast með kjafti og klóm fyrir því að þetta verði sá valkostur sem þetta getur og á að verða.

21. janúar: Settist niður með Þorláki Axel Jónssyni aðjúnkt við kennaradeild Háskólans á Akureyri til að fræðast um nýja rannsókn þar sem búsetumunur og þjóðfélagsstaða samkvæmt PISA er skoðuð.