Lýsa - Rokkhátíð samtalsins 2019

Lýsa - Rokkhátíð samtalsins 20119.
Lýsa - Rokkhátíð samtalsins 20119.

Hlustum, fræðumst og tölum saman.

Ágætu gestir, verið hjartanlega velkomin á Lýsu, rokkhátíð samtalsins.
Þegar það næst jafnvægi á milli þess að tala, fræðast og hlusta þá geta ýmsar góðar hugmyndir fæðst og skilningur fyrir fjölbreyttu og flóknu samfélaginu jafnvel aukist. Það er hinsvegar alls ekki alltaf raunin að þetta jafnvægi náist, ekki síst þegar umræðan er oftar en ekki komin á samfélagsmiðla þar sem við þurfum ekki að hlusta né fræðast frekar en við viljum og við sjáum aldrei framan í þann sem talar eða réttara sagt skrifar. Að hlusta,fræðast og tala er einn af fjölmörgum kostum Lýsu rokkhátíðar samtalsins. Sem þátttakandi í Lýsu getum við valið að veita fræðslu um áhugaverð málefni og í kjölfarið að bjóða upp á umræðu. Við getum líka mætt á Lýsu með það eitt í huga að velja úr fjölda áhugaverðra viðburða, fræðast og spyrja spurninga sem vakna. Það er stundum tilhneiging til að flokka fólk í „við" og „þið" eins og það sé einhverskonar gjá þarna á milli. Á Lýsu erum við öll á sama báti, við erum öll ein heild sem samfélag. Látum ekki þetta tækifæri fram hjá okkur fara. Tökum þátt í fjörugri og skemmtilegri dagskrá og sýnum að okkur sé annt um þann lýðræðislega rétt að koma saman, fræðast, tala og hlusta.