Þórhallur Jónsson

Sjálfstæðisflokkur
thorhallur@akureyri.isÞórhallur Jónsson

Þórhallur Jónsson er fæddur í Hafnarfirði 24. maí 1966 en fluttist norður eins árs gamall. Hann er lærður rafeindavirki en á í dag Pedromyndir, ljósmyndavöruverslun sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni, Ingu Vestmann. Það hafa þau gert í 17 ár en þar hafa þau þó starfað í um 35 ár. Þau hjónin eiga þrjú uppkomin börn.

Þórhallur hefur tekið þátt í ýmsu félagsstarfi í gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar árið 1991 og gegndi stöðu gjaldkera klúbbsins í 26 ár eða til ársins 2018. Hann gegndi formennsku Sjálfstæðisfélags Akureyrar frá 2016-2018. Einnig var hann varamaður í Atvinnumálanefnd 2014-2015 og varamaður í stjórn Akureyrarstofu frá 2016-2018. Þórhallur hefur mikinn áhuga á uppbyggingu Akureyrar þá sérstaklega miðbæjarins á Akureyri og er hann formaður Miðbæjarsamtakanna og situr í stjórn Kaupmannasamtaka Akureyrar.

Síðast uppfært 15. ágúst 2018